01.07.2016 - 18:17 | bb.is,Ísafjarðarbær,Vestfirska forlagið
Styrkja Dýrafjarðardaga um 200 þúsund
Aðstandendur bæjarhátíðarinnar Dýrfjarðardagar fengu óvænta og skemmtilega tilkynningu frá Ísafjarðarbæ í gær.
„Hátíðarnefnd hefur tekið ákvörðun um að styrkja Dýrafjarðardaga í tilefni af því að 150 ár eru síðan Ísafjarðarbær fékk fyrst kaupstaðarréttindi. Ísafjarðarbær hefur áhuga á því að tímamótunum sé fagnað víða í bæjarfélaginu og þar sem Dýrafjarðardagar eru fyrirmyndar hátíðarhöld þá töldum við peningunum best varið með því að styrkja samfélagið á Þingeyri um kr. 200.000,- fyrir Dýrafjarðardaga,“ segir í tilkynningunni.
Aðstandendur Dýrafjarðardaga þakka kærlega fyrir stuðninginn og segja að upphæðin verði notuð til að greiða fyrir atriði á barnaskemmtun á hátíðinni og atriði á kvöldvöku á grillinu á annaðkvöld.
Nálgast má dagskrá hátíðarinnar í heild sinni inn á Fésbókarsíðu hennar.
„Hátíðarnefnd hefur tekið ákvörðun um að styrkja Dýrafjarðardaga í tilefni af því að 150 ár eru síðan Ísafjarðarbær fékk fyrst kaupstaðarréttindi. Ísafjarðarbær hefur áhuga á því að tímamótunum sé fagnað víða í bæjarfélaginu og þar sem Dýrafjarðardagar eru fyrirmyndar hátíðarhöld þá töldum við peningunum best varið með því að styrkja samfélagið á Þingeyri um kr. 200.000,- fyrir Dýrafjarðardaga,“ segir í tilkynningunni.
Aðstandendur Dýrafjarðardaga þakka kærlega fyrir stuðninginn og segja að upphæðin verði notuð til að greiða fyrir atriði á barnaskemmtun á hátíðinni og atriði á kvöldvöku á grillinu á annaðkvöld.
Nálgast má dagskrá hátíðarinnar í heild sinni inn á Fésbókarsíðu hennar.