A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.07.2016 - 06:56 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Fjallað um Monsie­ur Al­bert

Al­bert Guðmunds­son þegar hann lék með Arsenal 1946. mbl.is
Al­bert Guðmunds­son þegar hann lék með Arsenal 1946. mbl.is
« 1 af 2 »

Morg­un­blað Nice­búa og annarra Ríveríu­manna, Nice-Mat­in, fjallaði í gær á heilli síðu um Al­bert Guðmunds­son í til­efni lands­leiks­ins í kvöld. Al­bert lék um tíma með liði borg­ar­inn­ar og í Nice er fædd­ur Ingi Björn, son­ur þeirra Bryn­hild­ar Jó­hanns­dótt­ur, síðar mik­ill marka­skor­ari með Val. Al­bert var lengi í mikl­um met­um suður þar og var meðal ann­ars gerður að heiðurs­borg­ara í Nice.

Blaðið seg­ir frá Al­berti und­ir fyr­ir­sögn­inni Monsie­ur Al­bert;Herra Al­bert, en hann hafi gengið und­ir því nafni suður frá. Farið er yfir fót­bolta­fer­il­inn, þátt­töku Al­bert í stjórn­mál­um, for­setafram­boðið og að op­in­ber­um ferli hafi hann lokið sem sendi­herra Íslands í Frakklandi með aðset­ur í Par­ís í nokk­ur ár, skömmu fyr­ir and­látið. 

Þá hef­ur blaðamaður­inn gam­an af teng­ing­unni við Guðmund Bene­dikts­son, sem hef­ur hlotn­ast heims­frægð vegna lýs­inga leikja Íslands! Hann er sem kunn­ugt er kvænt­ur Krist­björgu Inga­dótt­ur, afa­barni Al­berts og Bryn­hild­ar. Blaðið grein­ir frá knatt­spyrnu­ferli þeirra beggja og grein­inni lýk­ur svo á því að sagt er frá því að Guðmund­ur og Krist­björg eigi afar efni­leg­an knatt­spyrnu­mann að syni, hann leiki nú list­ir sín­ar fyr­ir PSV Eind­ho­ven í Hollandi. „Og nafn hans: Ein­mitt. Al­bert Guðmunds­son," seg­ir Nice-Mat­in

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31