A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
05.07.2016 - 07:03 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

HETJURNAR SNÚA HEIM

Á fjórða tug þúsunda komu saman í miðborginni til að hylla íslenska landsliðið eftir frægðarför til Frakklands Komu í miðborgina í opinni rútu Landsliðinu fagnað allt frá Keflavík að Arnarhóli 

Gríðarmikið mannhaf tók á móti íslenska karlalandsliðinu á Arnarhóli þegar það kom heim eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Lár Gunnarssyni, verkefnastjóra móttökuhátíðarinnar, voru á bilinu 30-40 þúsund manns samankomin í miðborginni við heimkomuna.

„Á leiknum í gær var talað um að 20-30 þúsund manns hefðu verið í bænum. Það var miklu fleira fólk á fleiri stöðum í bænum í kvöld,“ segir Gunnar. Þó að sjálf móttakan hafi farið fram á Arnarhóli sýndi fólk stuðning sinn í verki allt frá Keflavík meðfram Reykjanesveginum og hyllti liðið þegar það ók til Reykjavíkur. Fjöldi manns stóð við Skólavörðustíg og hrópaði hvatningarorð til liðsins, sem veifaði fólki á toppi rútunnar.

Á Arnarhóli mátti hvarvetna sjá stolta brosandi Íslendinga á öllum aldri syngjandi stuðningsmannasöngva og Ég er kominn heim, einkennislag íslenskra landsliða, að ógleymdu víkingafagni sem tugþúsundir tóku þátt í. „Þið eruð þjóðargersemi“ ,,Hver einasti Íslendingur telur sig eiga hvert bein í ykkur, þið eruð þjóðargersemi, á sama hátt eigið þið hug og hjörtu hvers Íslendings. Til hamingju með stórkostlegan árangur, takk fyrir stórkostlega skemmtun, velkomnir heim,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráð- herra í ávarpi til landsliðshópsins og mannfjöldans í miðborginni.

 

Morgunblaðið 5. júlí 2016

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31