A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
20.07.2016 - 08:27 | Vestfirska forlagið

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. 

Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. 

Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. 

Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31