A A A
  • 1982 - Kristján Fannar Ragnarsson
18.07.2016 - 20:40 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hrós dagsins: - Umsjónarmenn Skrúðs í Dýrafirði fá hrós dagsins

Skrúður í Dýrafirði í byrjun júní 2016. Ljósm.: BIB
Skrúður í Dýrafirði í byrjun júní 2016. Ljósm.: BIB
« 1 af 7 »

Hrós dagsins fá þau Kristín Álfheiður og Sighvatur Jón á Höfða í Dýrafirði. Og fyrir hvað? Jú, fyrir frábæra umönnun og natni við garðinn Skrúð á Núpi, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi eru kenndir við. Þau eru nefnilega starfsmenn garðsins, svokallaðir Skrúðsbændur, í verktöku. Þau sjá um að yrkja garðinn og halda honum sómasamlegum og til prýðis fyrir gesti og gangandi.

Að sögn Sæmundar Þorvaldssonar telst Ísafjarðarbær eigandi garðsins frá 1996. Er hann rekinn á vegum bæjarins. Í gegnum tíðina hafa að sjálfsögðu margir komið við sögu sem Skrúðsbændur þó þeir verði ekki nafngreindir hér.

En heiður þeim sem heiður ber!

Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km  austan við bæinn Núp í Dýrafirði. Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909. 100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.

   Í Skrúð koma þúsundir gesta á hverju sumri. Margt forvitnilegt er að sjá í garðinum. Þar er minnisvarði um þau hjónin séra Sigtrygg og Hjaltlínu Guðjónsdóttur á Núpi. Einstök staðsetning Skrúðs, í náttúru snarbrattra fjallshlíða Dýrafjarðar, kemur einnig mörgum á óvart.  Það var líka ætlun stofnandans á sínum tíma að sýna hvað hægt væri að rækta í hrjóstrugum jarðvegi við þessar aðstæður.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31