A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
19.07.2016 - 06:23 | bb.is,Vestfirska forlagið

Útsýnispallar komnir upp við Dynjanda

Útsýnispallurinn við Göngumannafoss. Mynd: Umhverfisstofnun.
Útsýnispallurinn við Göngumannafoss. Mynd: Umhverfisstofnun.
Fyrsta áfanga framkvæmda innviðauppbyggingu Umhverfisstofnunar við Dynjanda er lokið og hafa tveir útsýnispallar hafa verið settir upp við Hrísvaðsfoss og Göngumannafoss.

Ferðafólki sem kemur að Dynjanda hefur fjölgað mjög hratt undanfarin ár með aukinni kröfu um betri innviði við þetta fagra náttúruvætti. Í haust verður framkvæmdum haldið áfram er lagður verður göngustígur að pöllunum og aðstaða bætt á bílastæði. 


Með þessu átaki Umhverfisstofnunar í innviðauppbyggingu er meginmarkmiðið að tryggja verndun svæðisins með því að draga úr álagi á lífríki svæðisins og þá sérstaklega gróður. En einnig að auka öryggi, aðgengi og upplifun ferðamanna af náttúruvættinu Dynjanda. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31