25.07.2016 - 17:08 | bb.is,ruv.is,Vestfirska forlagið
Þjóðbúningar í Bæjarbrekkunni á Ísafirði
Yfir 150 konur og karlar komu saman í íslenska þjóðbúningnum í Bæjarbrekkunni á Ísafirði þann 16. júlí 2016.
Tilefnið var 150 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar.
Þann 16. júlí 1866 kusu Ísfirðingar sína fyrstu bæjarstjórn.
Þá eru 20 ár síðan sex sveitarfélög, þar á meðal Ísafjarðarkaupstaður, sameinuðust undir nafni Ísafjarðarbæjar.