09.08.2016 - 06:28 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
Íslensk ber komin í verslanir
Íslensk ber eru komin í verslanir. Vínberið að Laugavegi 43 fékk fyrstu sendinguna frá Vestfjörðum fyrir helgina. Stærsti hluti sendingarinnar var aðalbláber og eru enn nokkrir pakkar óseldir. Bláber og krækiber kláruðust fljótlega. Katrín Agla Tómasdóttir í Vínberinu, sem heldur hér á berjabökkum, segir að berin hafi að þessu sinni komið um mánuði fyrr en í fyrra en sumarið 2015 fór í annála sem mjög lélegt berjaár. Sumarið 2016 hefur verið einstaklega hagstætt og á Katrín Agla von á nýrri sendingu fljótlega.
Útlit er fyrir að berjasprettan í ár verði álíka góð um allt land sem er óvenjulegt, að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og berjasérfræðings.