A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
06.09.2016 - 08:30 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Setja út 400 þúsund laxaseiði í Dýrafirði í haust

Stórverkefni Arctic Fish er að stækka og tæknivæða seiðaeldisstöð sína í Norðurbotni í Tálknafirði. Framkvæmdum miðar vel. Verður þetta stærsta og tæknivæddasta seiðaeldisstöð landsins.
Stórverkefni Arctic Fish er að stækka og tæknivæða seiðaeldisstöð sína í Norðurbotni í Tálknafirði. Framkvæmdum miðar vel. Verður þetta stærsta og tæknivæddasta seiðaeldisstöð landsins.

• Arctic Fish snýr sér að laxeldi • Nýtt hlutafé frá NRS skapar grunn fyrir hraðari uppbyggingu á Vestfjörðum

 

„Eiginfjárstaðan er orðin ansi sterk til að takast á við verkefnin framundan,“ segir Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish sem elur regnbogasilung í sjókvíum í Dýrafirði og er að undirbúa umfangsmikið laxeldi á Vestfjörðum.

Norska fiskeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, NRS, gekk nýlega til liðs við Arctic Fish. Hlutafé er aukið um 29 milljónir evra, að því er fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum, en eldri hluthafar halda sínum hlut og eiga helming á móti NRS. Öll hlutafjáraukningin, sem svarar til 3,7 milljarða króna, nýtist því til uppbyggingar fyrirtækisins.

 

Fá aðgang að þekkingu

„Við horfum mest til þess að NRS býr yfir mikilli þekkingu á sjókvíaeldi og laxeldi á norðlægum slóðum,“ segir Shiran og tekur fram að þegar sé byrjað að færa þekkingu frá Noregi inn í starfsemina á Vestfjörðum. Það séu fyrstu áhrifin af þessu samstarfi austur um haf.

Með því að fá aukið fjármagn inn í fyrirtækið sé hægt að byggja starfsemina upp hraðar og á öruggari hátt en ella. Það taki á að vera stöðugt að leita að fjármagni í einstök verkefni.

Mikill stofnkostnaður er í sjókvíum og þeim búnaði sem nauðsynlegt er að hafa til reksturs laxeldisins. Fjárfrekasta verkefni Arctic Fish nú um stundir er þó uppbygging seiðaeldisstöðvar í Tálknafirði. Fullbúin verður hún stærsta og fullkomnasta seiðaeldisstöð landsins og þótt víðar væri leitað.

Arctic Fish er aðeins byrjað á laxeldi. Það er með 50 þúsund laxa í sjónum. Á næstu vikum verður stórt skref stigið í uppbyggingunni með því að sett verða 400 þúsund seiði í sjóinn í Dýrafirði. Það gæti skilað allt að þúsund tonnum af afurðum, í fyllingu tímans.

Morgunblaðið 6. september 2016.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31