A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
29.09.2016 - 09:07 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Vest­f­irðir verði ríkt sam­fé­lag

Bílddælingurinn Matth­ías Garðars­son. Ljósm.: mbl.is/%u200BStefán Ein­ar
Bílddælingurinn Matth­ías Garðars­son. Ljósm.: mbl.is/%u200BStefán Ein­ar

Inn­an ára­tug­ar munu út­flutn­ings­tekj­ur af lax­eldi á sunn­an­verðum Vest­fjörðum geta numið 50 millj­örðum króna á ári. Þetta er mat Matth­ías­ar Garðars­son­ar, stofn­anda Arn­ar­lax, en hann hef­ur fjög­urra ára­tuga reynslu á vett­vangi at­vinnu­grein­ar­inn­ar.

„Ég hef trú á því að auðveld­lega megi fram­leiða 50 þúsund tonn af fiski á ári á þessu svæði án þess að raska um­hverf­inu um of. Þetta gæt­um við séð ger­ast í kring­um árið 2025. Verði það að veru­leika munu út­flutn­ings­tekj­ur grein­ar­inn­ar bara á sunn­an­verðum Vest­fjörðum nema 50 millj­örðum króna,“ seg­ir Matth­ías.

Sömu mögu­leik­ar í Ísa­fjarðar­djúpi

Hann tel­ur að sömu mögu­leik­ar séu til upp­bygg­ing­ar á lax­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi og því megi stefna að því að út­flutn­ings­tekj­ur Vest­f­irðinga af lax­eldi nemi 100 millj­örðum á ári þegar fram í sæk­ir. Verði það að veru­leika seg­ir hann að Vest­f­irðir muni verða ríkt sam­fé­lag á alla mæli­kv­arða og vís­ar til reynslu Norðmanna, en víða á vest­ur­strönd lands­ins hef­ur lax­eldi hleypt nýju lífi í byggðir sem átt höfðu und­ir högg að sækja á síðustu ára­tug­um.

Í viðtali í ViðskiptaMogga í dag ræðir Matth­ías um tæki­fær­in og upp­bygg­ing­una á Bíldu­dal og ná­grenni en rek­ur einnig þá mörgu snertifleti sem hann hef­ur átt við lax­eld­is­geir­ann í Nor­egi allt frá því að hann hélt þangað í fisk­vinnslu­nám vorið 1978.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31