30.09.2016 - 07:09 | Fréttablaðið,Vestfirska forlagið
50 ár frá upphafi Sjónvarpsins á Íslandi
Götur tæmdust á höfuðborgarsvæðinu fyrsta útsendingarkvöld íslenska sjónvarpsins þennan mánaðardag fyrir 50 árum, þann 30. september 1966.
Það hófst klukkan 20 með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra.
Næst á dagskrá var blaðamannafundur með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, spyrjendur voru Ólafur Hannibalsson og Andrés Kristjánsson, ásamt Eiði Guðnasyni sem stýrði umræðum.
Fleiri atriði fylgdu á eftir svo sem kvikmynd eftir Ósvald Knudsen, lestur Halldórs Laxness úr Paradísarheimt, skemmtiþáttur með Savannatríóinu og sakamálaþátturinn Dýrlingurinn.
Fréttablaðið 30. september 2016.