A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
02.11.2016 - 06:26 | Komedia,Vestfirska forlagið

Gísli á Uppsölum í Stykkishólmi 3. nóv. 2016

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi.
« 1 af 2 »
Hér er á ferð einstakt leikverk um einstakan mann. 
Sýnt í Gömlu kirkjunni Stykkishólmi
Miðaverð: 3.500.- kr.
Miðasala fer fram á netinu. Því þarf að greiða miða í heimabanka
Reikningur: 0156 26 64
Kennitala: 640401 2650
Miðaverð: 3.500.- kr
Vinsamlegast setjið tilvísun við greiðsluna - Stykkishólmur. Einnig er hægt að panta miða í síma 891 7025....
Meira
01.11.2016 - 21:43 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

1. nóvember 2016 - ALLRAHEILAGRAMESSA--HREKKJAVAKA

Emil R. Hjartarson.
Emil R. Hjartarson.
Sannheilögum mönnum og píslarvottum voru helgaðir messudagar en þeim göfugmennum fjölgaði óðum þegar tímar liðu eins og vænta mátti og þar kom að ekki var lengur pláss handa öllum í almanakinu. Þá var brugðið á það snjallræði að helga afganginum eina sameiginlega messu á ári.
Þá varð til Allraheilagramessa ( festum omnium sanctorum)
Á Íslandi var Allraheilagramessa sannheilög hátíð, sá dagur var til dæmis einn þriggja daga á ári sem ferjumaður á Ölfusá fékk frí frá skyldum sínum. ( hinir voru páskadagur og vígsludagur kirkju hans)...
Meira
01.11.2016 - 06:43 | Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

Styrkir til verkefna lausir til umsóknar

Dynjandi í Arnarfirði og Hafliði Magnússon. Ljósm.: BIB
Dynjandi í Arnarfirði og Hafliði Magnússon. Ljósm.: BIB

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 1. desember 2016. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.


Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefnasvið þess, sbr. forsetaúrskurð nr. 71/2013 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkisstofnana og er heildarfjárhæð styrkja samkvæmt heimild í fjárlögum hverju sinni.

...
Meira
31.10.2016 - 21:48 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Sá nýjasti úr Mýrahreppi:- Stærðfræðin og snillingurinn Þórarinn á Höfða

Þórarinn Sighvatsson.
Þórarinn Sighvatsson.
« 1 af 3 »
Það var hérna á árunum þegar héraðsskóli  var starfræktur á Núpi í Mýrahreppi í Dýrafirði. Þá bar svo við einn góðan veðurdag á snjóþungum vetri, að Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða, átti leið út að Núpi að heimsækja Þóru dóttur sína, núverandi prestsfrú í Kópavogi. Guðmundur Steinþórsson, bóndi í Lambadal og næsti nágranni Þórarins, sagði frá því í Pottinum á Þingeyri um daginn, að Þórarinn hafi hitt Valdimar Gíslason kennara að máli. Spurði  hann hvernig stelpunni gengi með námið í skólanum. Lét Valdimar nokkuð vel af því. En það væri þó kannski helst að hún þyrfti að skerpa svolítið á stærðfræðinni. Þórarinn svaraði að bragði:...
Meira
Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi á Þingeyri. Ljósm.: H. S.
Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi á Þingeyri. Ljósm.: H. S.

-Hvernig líst þér á úrslit alþingiskosninganna?


-Nú veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja.


-Hvers konar ríkisstjórn heldur þú að taki við?


-Ég held það verði þriggja flokka stjórn. Íhaldið, Viðreisn og annaðhvort Björt framtíð eða Samfylking.


-Tekur þetta langan tíma heldurðu?

...
Meira
30.10.2016 - 20:31 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Morgunblaðið

Lokatölur í alþingiskosningunum 2016

Heildarúrslitin yfir landið.
Heildarúrslitin yfir landið.
« 1 af 2 »

Lokatölu bárust úr Norðvesturkjördæmi rétt fyrir kl 9 í morgun og því liggja úrslit fyrir í alþingiskosningunum. 


Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,1% og 21 þingmann kjörinn. Vinstri hreyfingin grænt framboð er með 15,8% og 10 þingmenn kjörna, bæta við sig þremur, Píratar eru með 14,4 prósent og 10 þingmenn, bæta við sig sex, Framsóknarflokkur er með 11,5 Prósent og 8 þingmenn, tapa 11 þingsætum, Viðreisn fær 10,4 prósent atkvæða og þingmenn - nýr flokkur á þing. Björt framtíð fær 7,2% og 4 þingmenn , tapa tveimur og Samfylking fær 5,8 prósent og 3 þingmenn, tapa 6.

...
Meira
Matthías Bjarnason. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Matthías Bjarnason. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
« 1 af 2 »

Að bjóða upp í til sín


    Fyrir alþingiskosningarnar 1974 var óvenjudauft yfir fjölmennum framboðsfundi í Bolungarvík og var eitthvert slen yfir bæði frambjóðendum og kjósendum.


    Matthías Bjarnason, Vestfjarðagoðinn, hugsaði þá með sér að reyna að blása einhverju lífi í fundinn, og sagði leitt til þess að vita að þeir hefðu komið fram í tvennu lagi, kratarnir, eins og hefði verið puðað við að sameina þá. Enginn hefði lagt sig eins fram og Gylfi Þ. og það við sjálfan Hannibal.


   Matti hélt áfram og sagði að þetta hefði virst vera að bera árangur, því að Gylfi hefði verið kominn upp í og grátbeðið Hannibal að snarast upp í til sín. Gylfi lyfti sænginni, sagði Matti, og Hannibal var sestur á rúmstokkinn. Það var ekkert eftir nema fara upp í og breiða sængina yfir, en það undarlega gerðist að Hannibal spratt upp og sagði Gylfa að hann kæmi ekki upp í. Svo þagnaði Vestfjarðagoðinn og leit yfir salinn áður en hann bætti við:


   Er nokkur hér inni sem hefur heyrt það fyrr að Hannibal hafi neitað að fara upp í þegar honum hefur verið boðið það?

...
Meira
Guðmundur G. Hagalín.  Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Guðmundur G. Hagalín. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Húsnæðismál


Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, var einn helsti atkvæðasmali Ísafjarðarkrata á velmektarárum kratanna í „rauða bænum”. Á kosningafundi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1942 sagði Haukur Helgason í Odda, sem var frambjóðandi Sósíalistaflokksins, að jafnaðarmenn ættu að skammast sín fyrir að sumt húsnæði í eigu bæjarins væri ekki sæmandi mannabústaðir. Haukur kvaðst vita dæmi um gamla konu sem væri í einu herbergi í kjallaraholu í bænum. Þetta væri boðið upp á af jafnaðarmönnum, sem þættust vera í fylkingarbrjósti í baráttu fyrir hinar vinnandi stéttir og verndarar þeirra sem minnst mættu sín.


   Konan, sem Haukur var að tala um, var í fundarsalnum og sat á fremsta bekk. Næstur kom Hagalín í ræðustól. Hann sagði að Haukur Helgason væri að tala um að jafnaðarmenn byðu upp á slæmt húsnæði.


Hann kannaðist við húsnæðið en konan, sem um væri að ræða, væri alls ekki gömul. Þetta er ung kona á besta aldri, sagði Hagalín. Sú gamla á fremsta bekk dillaði öll af ánægju og atkvæði hennar var tryggt.


 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31