29.10.2016 - 21:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Matthías Bjarnason. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Bjarni Guðbjörnsson.
Að bjóða upp í til sín
Fyrir alþingiskosningarnar 1974 var óvenjudauft yfir fjölmennum framboðsfundi í Bolungarvík og var eitthvert slen yfir bæði frambjóðendum og kjósendum.
Matthías Bjarnason, Vestfjarðagoðinn, hugsaði þá með sér að reyna að blása einhverju lífi í fundinn, og sagði leitt til þess að vita að þeir hefðu komið fram í tvennu lagi, kratarnir, eins og hefði verið puðað við að sameina þá. Enginn hefði lagt sig eins fram og Gylfi Þ. og það við sjálfan Hannibal.
Matti hélt áfram og sagði að þetta hefði virst vera að bera árangur, því að Gylfi hefði verið kominn upp í og grátbeðið Hannibal að snarast upp í til sín. Gylfi lyfti sænginni, sagði Matti, og Hannibal var sestur á rúmstokkinn. Það var ekkert eftir nema fara upp í og breiða sængina yfir, en það undarlega gerðist að Hannibal spratt upp og sagði Gylfa að hann kæmi ekki upp í. Svo þagnaði Vestfjarðagoðinn og leit yfir salinn áður en hann bætti við:
Er nokkur hér inni sem hefur heyrt það fyrr að Hannibal hafi neitað að fara upp í þegar honum hefur verið boðið það?
...
Meira