Fréttablaðið frítt á landsbyggðinni frá deginum í dag
Frá og með deginum í dag verður hægt að nálgast Fréttablaðið frítt víðar á landsbyggðinni. Þetta er breyting frá fyrra fyrirkomulagi þar sem blaðið var víða selt. Samhliða breytingunni verður blaðið prentað í stærra upplagi.
„Við erum mjög ánægð með þessar breytingar. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og á að fara sem víðast,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og aðalritstjóri 365. „Samhliða aukinni dreifingu ætlum við að auka umfjöllun um íþróttir, viðskipti, bíla, tækni og vísindi. Þá munu lesendur vafalaust taka eftir fleiri fréttum af landsbyggðinni og tísku-og lífsstílstímaritið Glamour mun fá sinn sess í Fréttablaðinu vikulega.“
Á kortingu hér til hliðar má sjá hvernig fyrirkomulagið verður.
Engin breyting verður þar sem blaðið hefur hingað til verið borið heim í hús og áframhaldandi kassadreifing verður á stöðum þar sem hún var áður. Hins vegar verður nú hægt að sækja blaðið ókeypis í verslunum N1, Samkaupa, Bónus og Olís víðsvegar um landið. Þá verður áframhald á samstarfinu með Byko, Húsasmiðjunni og Múrbúðinni í Reykjanesbæ.