A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
08.11.2016 - 22:57 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Þórarinn Kristjánsson

Þórarinn Kristjánsson (1816 - 1883)
Þórarinn Kristjánsson (1816 - 1883)
Þórarinn Kristjánsson fæddist á Þönglabakka í Fjörðum, S-Þing. 8. nóvember 1816 . Foreldrar hans voru Kristján Þorsteinsson, f. 1780, d. 1859, síðast prestur á Völlum í Svarfaðardal, og fyrsta k.h. Þorbjörg Þórarinsdóttir, f. 1786, d. 1846, húsmóðir. Þórarinn og Jónas Hallgrímsson voru bræðrabörn.

Þórarinn varð stúdent frá Bessastöðum 1838 og var fjögur ár skrifari M. F. Lunds, sýslumanns í Mýrasýslu, að Vogi á Mýrum. Hann vígðist sem aðstoðarprestur föður síns 1842 á Bægisá í Hörgárdal en fluttist með honum að Tjörn í Svarfaðardal strax árið eftir og síðan að Völlum 1846.

Þórarinn hóf sjálfstæðan prestsskap árið eftir þegar hann fluttist að Stað í Hrútafirði. Þaðan fór hann að Prestbakka í Hrútafirði og var þar á árunum 1850-1867. Þá fór hann að Reykholti í Borgarfirði 1867-1872 en flutti að lokum vestur í Vatnsfjörð og sat þar til æviloka. Þórarinn var skipaður prófastur í Strandasýslu 1850-67, í Borgarfjarðarsýslu 1967-1871 og settur prófastur 7. júní 1881 til 1882 en gat ekki sinnt því vegna vanheilsu.

„Þórarinn var meðalmaður á hæð, grannvaxinn og léttilegur. Svipur hans bar vott um alvöru og skarpar gáfur, en minna bar þar á lítillæti og mildi. Ræðumaður þókti hann hinn prýðilegasti og skrifari af hreinustu list.“ Hann sat Þjóðfundinn 1851 sem þjóðkjörinn fulltrúi Strandasýslu.

Kona Þórarins var Ingibjörg Helgadóttir, f. 21.10. 1817 í Vogi á Mýrum, d. 6.6. 1896 í Rauðanesi á Mýrum.

Börn Þórarins og Ingibjargar sem komust upp voru Kristján Eldjárn prestur á Tjörn í Svarfaðardal, Helgi Jónas bóndi í Rauðanesi, Þorbjörg húsfreyja í Gullbringu í Svarfaðardal, Sesselja Guðrún húsfreyja á Ísafirði, Ingibjörg húsfreyja á Eyri í Mjóafirði, og Stefán gullsmiður á Akureyri.

Þórarinn dó 10. september 1883.

 

Morgunblaðið 8. nóvember 2016.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31