A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.12.2016 - 12:36 | Vestfirska forlagið,Bjarni Guðmundsson

Þingeyrarkirkja, ein fegursta kirkja á Íslandi

Séð til Þingeyrarkirkju. Teikning: Bjarni Guðmundsson.
Séð til Þingeyrarkirkju. Teikning: Bjarni Guðmundsson.

....kominn inn í Sneiðinga í jólakaupstaðarferð; tók að sjást inn til Eyrarinnar. Þar lágu mæri þröngrar veraldar minnar og hins stóra og framandi heims (IV/4 á 4. sd. aðventu):

Fyrst birtist Vitinn á Oddanum með dularfull ljósmerki sín. Þá Þingeyrarkirkja, ein fegursta kirkja á Íslandi og þótt víðar væri leitað, fágæt hugmynd Mýrhreppingsins Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Önnur mannvirki þar innfrá hyljast mér í móðu...

Nú er Vitinn á Oddanum orðinn óþarfur; gervitungl, tölvur, GPS og öll þau undratæki taka blikkandi ljóstýru fram um flest...

Öðru máli gegnir um kirkjuna. Ekkert hefur komið í stað hennar, engin tækni, heimasmíðuð tungl eða öpp. Hún stendur þarna enn, boðar "hjálp og hlíf" eins og Stefán frá Hvítadal kvað, hjálp og hlíf hverjum er þiggja vill ...

Heyri ég Brynjólf, Andrés eða einhvern annan úr rófi áranna hringja klukkum Þingeyrarkirkju? Hefur turngluggunum ekki verið hrundið upp? "... þessi klukknaköll boða ljós og líf ..." kvað Stefán ennfremur - og nú er aðventan brátt öll ...

En Blesa hnikar ekki gangi sínum. Hófaslög hennar eru sem hrynjandi daganna. Og þó. Mér finnst hún herða heldur á sér? Ef til vill skynjar hún að sólhvörf vetrar eru skammt undan, ljós og líf jóla og síðan nýs árs ...

 

 

Af Facebook-síðu Dýrfirðingsins Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31