A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
21.12.2016 - 13:07 | Vestfirska forlagið,bb.is

Umsvifamesta bókaútgáfan á landsbyggðinni

Í forlagskaffi hjá Vestfirska forlaginu á Húsinu á Ísafirði með söguhetjunum í Átthögum ásamt fleiri góðum gestum. Ljósm.: Ómar Smári Kristinsson.
Í forlagskaffi hjá Vestfirska forlaginu á Húsinu á Ísafirði með söguhetjunum í Átthögum ásamt fleiri góðum gestum. Ljósm.: Ómar Smári Kristinsson.
« 1 af 2 »
Bækurnar frá Vestfirska forlaginu hafa verið að fá góðar viðtökur í jólabókaflóðinu og hefur til að mynda bókin Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá, eftir Herdísi M. Hübner verið söluhæst í Pennanum Eymundsson á Ísafirði á þessari miklu vertíð bókaútgefenda. „Það er viss hópur manna sem kaupir alltaf Vestfjarðabækurnar. Hinir láta það vera og það er bara allt í lagi.“ segir Hallgrímur Sveinsson, maðurinn í brú forlagsins aðspurður um bóksöluna þetta árið.“ 

Hallgrímur segir svo sem fátt koma sér á óvart í útgáfunni og umstanginu þetta árið en þau hafi ekki reiknað með því að Átthagar myndu slá við kanónum líkt og Arnaldi og Yrsu sem oftar en ekki verma toppsætin. Hann segist að vonum glaður með árangurinn og bókin vera gott innlegg í umræðu dagsins á Íslandi í dag. 

Vestfirska forlagið hefur verið umsvifamikið í bókaútgáfu allar götur frá því er það var stofnað árið 1994 og bækurnar sem komið hafa út undir þess merkjum á fjórða hundrað: 

„Sumir spekingar telja víst að þetta sé einhver umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum, en gaman ef satt væri. Það þarf að setja menn í að rannsaka þetta!“ Svarar Hallgrímur kankvís er innt var eftir fjölda titla, en víst er að bækurnar eru ómetanlegar heimildir fyrir komandi kynslóðir um sögu og mannlíf á Vestfjörðum. 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31