A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
21.12.2016 - 08:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2016

« 1 af 2 »

Vetrarsólhvörf eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.

Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.

Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 

 

Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.


 Klukkan 10.44 fyrir hádegi nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum, sólin stendur kyrr eins og stundum er sagt. Síðan fer sólin að hækka á lofti á ný. Það gerist afar hægt í byrjun. Á morgun nýtur sólar tveimur sekúndum lengur en í dag en sólarstundum fjölgar hraðar þegar á líður.

 

Ljóð Einars Benediktssonar, 

Vetrarsólhvörf:

Stynur jörð við stormsins óð

og stráin kveða dauð,

hlíðin er hljóð,

heiðin er auð.

- Blómgröf, blundandi kraftur,

við bíðum, það vorar þó aftur.

Kemur skær í skýjunum sólin,

skín í draumum um jólin.

Leiðir fuglinn í för

og fleyið úr vör. 

 

Arni sofa hugir hjá, -

þeir hvíldu dag og ár.

Stofan er lág,

ljórinn er smár.

- Fortíð, fram líða stundir,

senn fríkkar, því þróttur býr undir.

Hækka ris og birtir í búðum,

brosir dagur í rúðum.

Lítur dafnandi dug

og djarfari hug.

 

Vakna lindir, viknar ís

og verður meira ljós.

Einhuga rís

rekkur og drós.

- Æska, ellinnar samtíð,

við eigum öll samleið - og framtíð.

Aftni svipur sólar er yfir,

sumrið í hjörtunum lifir.

Blikar blóms yfir gröf,

slær brú yfir höf.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31