A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
26.12.2016 - 10:59 | Vestfirska forlagið

Um Þingeyrarkirkju

Þingeyrarkirkja á jólum 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Þingeyrarkirkja á jólum 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
« 1 af 3 »

Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909 - 1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóðu kirkja og prestsetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og höfðu staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þurfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp og íbúar í sandasókn voru 618. Prestsetrið var flutt til Þingeyrar árið 1915. 

Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju og er hún úr steini í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur Ólafsson var Dýrfirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir Kirkjubygginguna. Kirkjuna lét arkitektinn snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þingeyrar. Þingeyrarkirkja er vel búin gripum.

Altaristöfluna málaði Þórarinn B. Þorláksson, listmálari og sýnir hún Krist sem situr úti í íslenskri náttúru og hjá honum standa þrjár telpur. Myndefnið er: Jesús blessar börnin. Fyrirmyndirnar að telpunum eru dætur málarans. Skírnarfontur er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera. Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með ýmsum trúarlegum táknum árið 1961. Sandakirkja var á kaþólskum tíma helguð heilögum Nikulási og hefur listmálarinn málað mynd hans hér í Þingeyrarkirkju vinstra megin við altarið og Pétur postula hægra megin. Þrír steindir gluggar eru á korgafli eftir glerlistakonuna Höllu Haraldsdóttur. Tvær ljósastikur fornar á kirkjan frá árinu 1656 úr Sandakirkju og fleiri gripi þaðan. Þá á Þingeyrarkirkja gripi úr Hraunskirkju í Keldudakl. Frá upphafi hafa kirkjunni borist fjölmargar góðar gjafir.

Sóknarprestur er séra Hildur Inga Rúnarsdóttir

 

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31