21.01.2017 - 07:15 | Vesturbyggð,Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason
Málþing á Patreksfirði
Vesturbyggð, Sögufélag Barðastrandarsýslu og Rithöfundasambandið standa fyrir málþingi í dag, 21. janúar 2017 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í tilefni aldarafmælis þorpsskáldsins Jóns úr Vör. Málþingið hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00.
Á dagskrá þingsins er eftirfarandi:
- Ávarp. Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
- Skáldið Jón úr Vör. Andrea Harðardóttir.
- Umhverfið á æskuárum skáldsins. Úlfar Thoroddsen.
- Ljóðaupplestur. Nemendur úr Patreksskóla flytja ljóð Jóns úr Vör.
- Kaffiveitingar í boði Vesturbyggðar.
- Verkefni Hauks Más Sigurðarsonar um Jón úr Vör.
- Ljóðaupplestur. Eiríkur Norðdahl, skáld.
Fundarstjóri er Alda Davíðsdóttir
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir