A A A
20.02.2017 - 19:50 | Vestfirska forlagið,Höfrungur,Björn Ingi Bjarnason

Lilli og Mikki flytja á Þingeyri

Meðfylgjandi mynd er í sýningu Leikdeildar Höfrungs á Kardemommubænum.
Meðfylgjandi mynd er í sýningu Leikdeildar Höfrungs á Kardemommubænum.

Leikdeild Höfrungs á Þingeyri hefur vakið athygli síðustu ár fyrir sérlega vandaðar og ævintýralegar fjölskyldu leiksýningar.

Fyrst var það hin óborganlega Lína Langsokkur þar á eftir Galdrakarlinn í Oz og í fyrra var það hinn dásamlegi Kardemommubær eftir Thorbjörn Egner. Enn leitar leikdeildin í sjóð Egners því nú á að taka hitt leikritið og færa á fjalirnar. Nefnilega Dýrin í Hálsaskógi.

Sérstakur kynningarfundur um þessa stóru og miklu uppfærslu er laugardaginn 25. febrúar kl. 13.01 í Stefánsbúð á Þingeyri. Allir eru velkomnir hvort heldur sem fólk vill leika, smíða, sauma, mála eða bara forvitnast um verkefnið. Í framhaldinu hefjast svo æfingar sem standa yfir næstu vikurnar.

Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem hefur leikstýrt öllum uppfærslum leikdeildarinnar.

Frumsýning verður föstudaginn 7. apríl í Félagsheimilinu á Þingeyri sem gárungarnir eru farnir að kalla miðstöð leiklistar á Vestfjörðum. 

Fleiri sýningar verða þá helgi og svo að sjálfsögðu alla páskana.

Meðfylgjandi mynd er í sýningu Leikdeildar Höfrungs á Kardemommubænum.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31