06.03.2017 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason
Gerið reyfarakaup á Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli
Ekki aðeins má gera reyfarakaup á árlegum Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda, sem nýlega var opnaður í stúkubyggingu KSÍ á Laugardalsvelli, heldur líka kaupa bækur af ýmsu öðru tagi; fræðibækur, barnabækur, matreiðslubækur, skáldsögur, ljóðabækur og ævisögur.
Bækurnar eru frá ýmsum tímum, sumar gamlar, aðrar nýlegar og töluvert úrval er af verkum sem tilnefnd hafa verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ýmsum flokkum.
Bækurnar eru frá ýmsum tímum, sumar gamlar, aðrar nýlegar og töluvert úrval er af verkum sem tilnefnd hafa verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ýmsum flokkum.
Markaðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-21 til 12. mars og því upplagt að skreppa eftir vinnu eða skóla og gefa sér tíma til að grúska og velja sér góðar bækur á góðu verði. Og/eða koma með börnin eða unglingana á heimilinu um helgina og leyfa þeim að velja sér bækur við hæfi.
Síðustu forvöð næsta sunnudag, 12. mars 2017 - !