A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
20.03.2017 - 17:07 | Björn Ingi Bjarnason,Veðurstofa Íslands,Vestfirska forlagið

Vorjafndægur - 20. mars 2017

Við vorjafndægur í Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Við vorjafndægur í Dýrafirði. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.




« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31