A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.07.2019 - 21:39 | Hallgrímur Sveinsson

Til Dýrafjarðar fórum við með fjör í stórum stíl!

Nú er lokið dýrlegum Dýrafjarðardögum, hinu stóra ættarmóti Dýrfirðinga og vina þeirra. Þessir ánægjulegu dagar sýndu glöggt, eins og oft áður, hvað viljinn má sín mikils. Og veðrið lék við hvern sinn fingur. Þeir sem stjórna svona atburðum, fara stundum jafnvel fram úr sjálfum sér, ef út í það er farið. Það vita allir sem fengist hafa við slíka sjálfboðavinnu í gegnum tíðina. Það er eins og einhver frumkraftur leysist úr læðingi. Menn verða jafnvel hamrammir og spenna sig megingjörðum eins og Þór forðum.


Það má náttúrlega deila um alla hluti, en um það verður ekki deilt, að Dýrafjarðardagar eru til vitnis um samheldni og kraft. Vonandi fá þeir eiginleikar að blómstra í framtíðinni í Dýrafirði. 

Fyrir mörgum, mörgum áratugum fór skátaflokkur nokkur til Dýrafjarðar. Þá kom þetta:


Til Dýrafjarðar fórum við með fjör í stórum stíl

í stórum kassabíl, í stórum kassabíl.

Hjá skátum þekkir enginn maður volæði né víl

En viljinn hann er meiri en hjá úlfalda og fíl.

o.s.frv.

En hvort skátarnir góðu hafi látið eftirfarandi flakka eftir heimsóknina, er ekki vitað. En aldrei að segja aldrei!

Dýrafjarðardrósirnar

dugar ekki að fala.

Þær ætla að verða vitlausar

ef við þær á að tala.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31