A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
15.07.2019 - 21:50 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrafjarðardagar: Hvar var Kassabílarallýið?

Þessi mynd er að vísu ekki frá Þingeyri heldur frá Ingólfstorgi, fyrrum landnámsmanns í Reykjavík. En hún er jafn góð fyrir því. Ljósm. Styrmir Kári Mbl.
Þessi mynd er að vísu ekki frá Þingeyri heldur frá Ingólfstorgi, fyrrum landnámsmanns í Reykjavík. En hún er jafn góð fyrir því. Ljósm. Styrmir Kári Mbl.

Sextettinn Við bræðurnir og Gaui var búinn að melda sig í Kassabílarallýið á Dýrafjarðardögum. Því miður var rallýið ekki á dagskrá að þessu sinni og voru það mikil vonbrigði hjá bræðrunum. Gaui ætlaði að vera undir stýri og bræðurnir að ýta og hlaupa eins og vitlausir menn. Þeir voru ákveðnir í að sigra jafnaldra sína, miðað við rauntölur í árum talið. Yfirleitt eru þeir að meðaltali þetta 8-9 ára gamlir. En svona er lífið bara og ekkert annað að gera en hlakka til þátttöku að ári, vonandi.


Heyrst hefur, þó óstaðfest, að Við bræðurnir og Gaui hafi skráð sig í strandblakið. Þær í nefndinni verða náttúrlega að samþykkja drengina inn. Annars er allt unnið fyrir gýg með yfsilon. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta mál fer. Þeir félagar eru nefnilega mjög líklegir til að fara á verðlaunapall. Þeir virðast vera óstöðvandi eftir að þeir slógu í gegn á Íþrótta-og leikjanámskeiði Höfrungs hjá henni Jóhönnu okkar. Þar eru yngstu þátttakendurnir þriggja ára.


Gerðar hafa verið ráðstafanir til að ljósmyndarar verði á staðnum.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31