A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson

Á Íslandi er strandblak í örum vexti og eru nú um 40 strandblakvellir staðsettir víðsvegar um landið. Einn af bestu völlum
landsins má finna á Þingeyri en hefð hefur skapast fyrir því að Íþróttafélagið Höfrungur haldi Stigamót 3 sem er hluti af mótaröð Íslandsmeistarakeppninnar í strandblaki.

Opnað hefur nú verið fyrir skráningu í Stigamót 3 þar sem keppt verður í fullorðinsflokkum, bæði karla og kvenna. Mótið fer fram helgina 6. -7. júlí og er þetta því í 14. skiptið sem mótið er haldið. Mótstjóri, Dýrleif Hanna Sigmundardóttir, segir að mótið verði frábrugðið síðustu árum að því leyti að það hefjist á laugardegi og verði spilað fram á sunnudag eftir þörfum, en reynt verði að hafa dagskrá sunnudagsins sem stysta.

Sigurvegarar síðasta árs

Fyrstu þrjú sæti í Íslandsmeistarar kvenna í strandblaki 2018


Mótið er haldið venju samkvæmt sömu helgi og bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar, en þá leggja margir leið sína í bæinn og ýmsir viðburðir og skemmtanir í boði. Meðal þess má nefna að föstudaginn 5. júlí verða haldnir stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem öll helstu nöfnin í íslensku tónlistarsenunni mæta á sviðið. Frítt er á tónleikana ásamt því að það verður grillaður fiskur í boði á meðan birgðir endast. 


Allar frekari upplýsingar um skráningu í mótið, mótsreglur og skráningargjöld má finna á viðburði mótsins hér

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31