Alþýðuskáld í Auðkúluhreppi: Njáll Sighvatsson -Fyrri hluti-
Njáll Sighvatsson var fæddur 3. ágúst 1872 að Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum, sonur Sighvatar Grímssonar Borgfirðings, fræðimanns og konu hans Ragnhildar Brynjólfsdóttur, frá Bjarneyjum á Breiðafirði. Hann var fjórði í röðinni af tólf börnum þeirra hjóna, en sjö af þeim létust í frumbernsku.
Vorið 1873, þegar Njáll er á fyrsta ári, flyst Sighvatur með fjölskyldu sína að Höfða í Dýrafirði, þar sem hann bjó síðan til dauðadags 14. janúar 1930. Það eina sem vitað er um þessa flutninga með vissu er, að það var farið landveg. Hvaða leið var farin er ekki vitað nákvæmlega, en ferðin hlýtur að hafa tekið einhverja daga.
...Meira