A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
12.04.2016 - 09:16 | Ólafur V. Þórðarson

Alþýðuskáld í Auðkúluhreppi: Njáll Sighvatsson -Fyrri hluti-

Njáll Sighvatsson.
Njáll Sighvatsson.
« 1 af 3 »

Njáll Sighvatsson var fæddur 3. ágúst 1872 að Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum, sonur Sighvatar Grímssonar Borgfirðings, fræðimanns og konu hans Ragnhildar Brynjólfsdóttur, frá Bjarneyjum á Breiðafirði. Hann var fjórði í röðinni af tólf börnum þeirra hjóna, en sjö af þeim létust í frumbernsku.


   Vorið 1873, þegar Njáll er á fyrsta ári, flyst Sighvatur með fjölskyldu sína að Höfða í Dýrafirði, þar sem hann bjó síðan til dauðadags 14. janúar 1930. Það eina sem vitað er um þessa flutninga með vissu er, að það var farið landveg. Hvaða leið var farin er ekki vitað nákvæmlega, en ferðin hlýtur að hafa tekið einhverja daga.

...
Meira
30.03.2016 - 22:10 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Úr viðtali við Guðmund Sören Magnússon: - Markús og Mikael í Móum

Arnarnúpurinn tignarlegi í Keldudal. Við rætur hans eru Móar. Bæjarstæðið sést þegar farið er fram að bænum Arnarnúpi. Ljósm. H. S.
Arnarnúpurinn tignarlegi í Keldudal. Við rætur hans eru Móar. Bæjarstæðið sést þegar farið er fram að bænum Arnarnúpi. Ljósm. H. S.

   Markús Arnbjörnsson og Mikael Þorláksson bjuggu um svipað leyti í Móum í Keldudal. Þeir áttu þar sitt timburhúsið hvor, sem var þurrabúðarkot. Þeir áttu fáeinar kindur, en aldrei heyrði ég um að þeir hefðu átt kú. Þeir voru báðir á skútum á sínum yngri árum.    


     Markús var stýrimaður lengi á skútum og ég held hann hafi verið hjá Ólafi Guðbjarti í Haukadal. Ef menn vildu vita meira um Markús í Móum, þá er að leita í sögunum hans Guðmundar Hagalíns, því hann kemur þar víða fyrir, bæði sem fyrirmynd sögupersóna og beinar frásagnir um hann.


 

...
Meira
Ljósmyndin sýnir Sigurð Sveinbjörnsson á bryggjunni á Þingeyri. Hér þrumar hann yfir tveimur farþegum á skipsvængnum  á M/S Heklu, með bók bókanna í hendi. Hér er Sigurður líklega nýgenginn frá borði að leggja upp í bóksöluferð þá sem hér segir frá. Ljósm. Sigurður E. Breiðfjörð.
Ljósmyndin sýnir Sigurð Sveinbjörnsson á bryggjunni á Þingeyri. Hér þrumar hann yfir tveimur farþegum á skipsvængnum á M/S Heklu, með bók bókanna í hendi. Hér er Sigurður líklega nýgenginn frá borði að leggja upp í bóksöluferð þá sem hér segir frá. Ljósm. Sigurður E. Breiðfjörð.

 Karlinn á kassanum, Sigurður Sveinbjörnsson (1875-1967), trúboði frá Giljum í Hálsasveit, var þekktur maður í Reykjavík á sinni tíð, fyrir dómsdagsprédikanir sínar á Lækjartorgi, en hann hafði þann sið að stíga upp á kassa, sem hann hafði meðferðis, þegar hann þrumaði yfir lýðnum og fékk hann af því viðurnefnið “Karlinn á kassanum”. Sigurður fór til Kanada 1910 og dvaldi þar til 1927-1928, er hann kom aftur til Íslands (Borgfirskar æviskrár).


     Hann kom í heimsókn í Keldudal um sumartíma og var þá í bóksöluferð. Var hann meðal annars með Passíusálmana til sölu. Það endaði nú með því að ég keypti af honum eitt eintak af þeim og á það enn. Hann var ekki með prédikunarkassann þá, en bækurnar hafði hann í tösku sem hann bar á bakinu. Hann gisti á einhverjum bænum í Keldudal, líklega hjá Þórarni Vagnssyni í Húsi.

...
Meira
Stórfjölskyldan í Svalvogum árið 1942.  Aftari röð frá vinstri: Hreiðar Hálfdanarson, Ottó Þorvaldsson, Magnea Símonardóttir, Ásdís Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Jón Kristjánsson, Sólborg Matthíasdóttir, Kristín Guðmundsdóttir (móðir Magneu), Elinborg Ása Guðbjarnadóttir.   Fremri röð frá vinstri: Steinberg Þórarinsson, Þorvaldur Ottósson, Ingibjörg Ottósdóttir, Helga Ottósdóttir, Sigurrós Ottósdóttir, Kristján Ottósson, Anna Ottósdóttir, Ingibjartur Jónsson, Halldóra Ottósdóttir og Hallí (á vegum Sigurðar ljósmyndara). Myndina tók Sigurður Guðmundsson, ljósmyndari
Stórfjölskyldan í Svalvogum árið 1942. Aftari röð frá vinstri: Hreiðar Hálfdanarson, Ottó Þorvaldsson, Magnea Símonardóttir, Ásdís Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Jón Kristjánsson, Sólborg Matthíasdóttir, Kristín Guðmundsdóttir (móðir Magneu), Elinborg Ása Guðbjarnadóttir. Fremri röð frá vinstri: Steinberg Þórarinsson, Þorvaldur Ottósson, Ingibjörg Ottósdóttir, Helga Ottósdóttir, Sigurrós Ottósdóttir, Kristján Ottósson, Anna Ottósdóttir, Ingibjartur Jónsson, Halldóra Ottósdóttir og Hallí (á vegum Sigurðar ljósmyndara). Myndina tók Sigurður Guðmundsson, ljósmyndari

     Það var siðvenja að halda jólatrésskemmtun einhverntíma eftir áramótin í Keldudal í skólahúsinu þar. Á þá skemmtun komu þeir sem vettlingi gátu valdið, þar á meðal fólk utan af nesi, frá Höfn og Svalvogum. Ottó í Svalvogum átti þá nokkuð af smákrökkum og kom inneftir með telpurnar sínar. Þegar skemmtunin var úti, var lagt af stað úteftir. Þá hafði nú spillst eitthvað færðin, kominn svona snjóvaðandi.


   Við Valdimar Þórarinsson tókum það að okkur að fylgja honum. Þá fannst okkur það nú fyrirhafnarminna að bera krakkana í strigapoka á bakinu og það var gert og lánaðist ágætlega. Sú sem ég bar að mig minnir, var Helga, nú frú í Reykjavík. Þetta er til marks um það hvað lagt var á sig til að komast á jólatrésskemmtanirnar í Keldudal, en frá Svalvogum í Hraun er um það bil eins og hálfs klukkutíma gangur í góðu gangfæri. Yfirleitt var gengið í fjöru að vetrinum.   

...
Meira
06.03.2016 - 06:57 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Þórarinn Vagnsson í Hrauni

Þórarinn Vagnsson (1893-1976), bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir (1893-1971). Börn þeirra sem upp komust voru: Unnur, Valdimar, Kristinn Pétur, Aðalheiður Guðmunda, Elías Mikael Vagn, Vilborg Jórunn, Kristján Rafn Vignir og Ingólfur. Ljósm. Sigurður Guðmundsson.   (Úr fórum Katrínar Gunnarsdóttur)
Þórarinn Vagnsson (1893-1976), bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríður Guðrún Mikaelsdóttir (1893-1971). Börn þeirra sem upp komust voru: Unnur, Valdimar, Kristinn Pétur, Aðalheiður Guðmunda, Elías Mikael Vagn, Vilborg Jórunn, Kristján Rafn Vignir og Ingólfur. Ljósm. Sigurður Guðmundsson. (Úr fórum Katrínar Gunnarsdóttur)

     Þórarinn Vagnsson í Hrauni var greindur karl og kunni hafsjó af fróðleik. Hann var einn af þessum óborganlegu sagnaþulum sem gaman var að hlusta á. Afburða sögumaður. En það var sama með hann og Kristján Jakobsson. Þeir sögðu sögur af þeirri list sem ekki verður endurflutt. Slíkt verður aðeins reykurinn af réttunum.


     "Þá hef ég ekki verið uppi"


     Það var seinnipart sumars að mikið smokkfiskírí var í Arnarfirði sem oftar. Leifur Þorbergsson var þá skipstjóri á Gullfaxa og þeir fóru vestur í Arnarfjörð að veiða smokk. Til að þurfa ekki að keyra fyrir nesið, var smokkinum landað við Kúlusjóinn og fluttur á bílum yfir til Þingeyrar. Þórarinn fékk að vera með þeim á smokkinum. Ég man nú ekki hvað margir voru á, en Egill Halldórsson, kenndur við Dýrhól, var þar einn af skipverjum.

...
Meira
03.03.2016 - 10:24 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Komið að luktum dyrum

Elís Þórarinsson til vinstri og Jóhannes Davíðsson frá Neðri-Hjarðardal. Þeir bændurnir eru að spjalla saman í beinaverksmiðjunni á Þingeyri í 60 ára afmæli Kaupfélags Dýrfirðinga 1979. Ljósm. Gunnar frá Hofi.
Elís Þórarinsson til vinstri og Jóhannes Davíðsson frá Neðri-Hjarðardal. Þeir bændurnir eru að spjalla saman í beinaverksmiðjunni á Þingeyri í 60 ára afmæli Kaupfélags Dýrfirðinga 1979. Ljósm. Gunnar frá Hofi.

Örlögin spá engu góðu


andinn stendur kyrr.


Áður fyrr mér ávallt stóðu


opnar þessar dyr.


   Elías Mikael Vagn Þórarinsson frá Hrauni, hirðskáld Dýrfirðinga, orkti er hann kom að luktum dyrum í Höfn vorið 1943, eftir að Kristján Jakobsson og fjölskylda fluttu þaðan alfarin til Þingeyrar. (Mannlíf og saga, 2. hefti. Sögn Elísar Kjaran) Sjá frásögn hér neðst á síðunni.

...
Meira
27.02.2016 - 20:22 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Kristján Jakobsson í Höfn

Höfn í Dýrafirði. Myndin er tekin á búskaparárum þeirra Kristjáns og Guðrúnar. Ljósm.: Ókunnur.
Höfn í Dýrafirði. Myndin er tekin á búskaparárum þeirra Kristjáns og Guðrúnar. Ljósm.: Ókunnur.
Kristján Jakobsson, bóndi í Höfn, var einstakt snyrtimenni að öllu leyti. Hann var ágætur smiður. Mjög vel lagtækur maður á tré, smíðaði orf og hrífur. Og hann kunni að segja frá. Það var oft gaman að hlusta á hann Kristján. Hann hafði sérstakan frásagnarstíl sem ekki verður endurtekinn. Hann hafði ánægju af að segja gamansögur af náunganum, sérstaklega úr Mýrahreppnum, en þaðan var hann ættaður og ólst þar upp. Það er landlægt þar í sveit að segja gamansögur af nágrönnum sínum og virðist lifa enn í þeim glæðum. Kristjáni dugði ekki að segja frá þessum körlum og kerlingum, heldur lék hann persónurnar líka....
Meira
19.02.2016 - 21:51 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Erlent ferðafólk: - Mundi það ekki greiða sérstakt Íslandsgjald með ánægju?

Ónefndur foss í Stúfudalsá í Galtardal í Dýrafirði. Táknrænn fyrir íslenska náttúru. Ljósm. H. S.
Ónefndur foss í Stúfudalsá í Galtardal í Dýrafirði. Táknrænn fyrir íslenska náttúru. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »
Við höfum verið beðnir um nánari útfærslu á hugmyndum okkar um ýmsa þætti ferðamála sem við höfum birt að undanförnu. Er okkur ljúft að verða við því.
    Lykilatriði málsins er þetta: Það er útilokað að íslenska þjóðin geti búið við þá happa-og glappaaðferð sem ríkir í dag. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Við leggjum til að erlendir ferðamenn sem ætla að skoða og ferðast um landið greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, sem vel mætti kalla Íslandsgjald. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Þeir fjármunir og þeir sem síðar innheimtast verði notaðir undanbragðalaust í uppbyggingu innviða og rekstur vegna löggæslu hreppstjóra eða svæðisumsjónarmanna. Kostnaður vegna fræðslu um landið og rekstur björgunarsveita einnig innifalinn....
Meira
12.02.2016 - 21:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr Hornstrandir og Jökulfirðir 5. bók: - Hvers vegna fóru Hornstrandir í eyði?

Guðmundína Einarsdóttir Bæringssonar á Dynjanda, húsfreyja Ólafs Samúelssonar uppi á Bökkum í Furufirði situr í söðli á Tátu sinni á leið vestur yfir Skorarheiði. Í baksýn er bær þeirra hjóna. Myndin er tekin um 1930. Ljósm. ókunnur. Úr Grunnvíkingabók 1.
Guðmundína Einarsdóttir Bæringssonar á Dynjanda, húsfreyja Ólafs Samúelssonar uppi á Bökkum í Furufirði situr í söðli á Tátu sinni á leið vestur yfir Skorarheiði. Í baksýn er bær þeirra hjóna. Myndin er tekin um 1930. Ljósm. ókunnur. Úr Grunnvíkingabók 1.

Þessi spurning berst stundum í tal milli manna. Við henni er ekki til neitt einhlýtt svar. En margt hjálpaðist að segja þeir sem þekkja til. Skoðum aðeins hvað tveir þekktir aðilar og gjörkunnugir hafa að segja um mannauðnina í sveitarfélögunum tveimur.


 Sléttuhreppur


„Margir hafa talið miskunnarlaus vetrarveður, fámennið og skort á samgöngum á landi og sjó meginorsakir þess, að allt þetta stóra landsvæði skyldi fara í eyði á tiltölulega skömmum tíma. Víðast stóðu bæirnir einir og afskekktir, en þó hafði myndast þéttari byggð á nokkrum stöðum, nokkrir bæir þétt saman, eins og í Furufirði og Hornvík, eða jafnvel bæjaþyrpingar eða vísir að þorpum, sem höfðu myndast að Látrum og Sæbóli í Aðalvík og á Hesteyri. Innan marka núverandi Hornstrandafriðlands var Sléttuhreppur því fjölmennastur, en þar bjuggu um 420 manns árið 1942. – Á aðeins 10 árum fluttu allir íbúar Sléttuhrepps í burtu, og haustið 1952 fluttust þeir síðustu úr fyrri heimkynnum.“  Hjálmar R. Bárðarson í bók sinni Vestfirðir, bls. 287, Rvk. 1993.


 Grunnavíkurhreppur

...
Meira
10.02.2016 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson

Það er Jón Reynir Sigurðsson sem er fjórði maðurinn!

Í gömlu mjölskemmunni hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga. Ljósm.: BG
Í gömlu mjölskemmunni hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga. Ljósm.: BG
Jón Reynir Sigurðsson frá Ketilseyri hafði samband og fræddi okkur á því að það væri hann sem væri fjórði maðurinn á myndinni úr myndalbúminu þar sem þeir eru að slægja fiskinn hjá K. D. Þeir voru í akkorði. Þegar gota og lifur fóru að koma í fiskinn var bætt við fimmta manninum. Það voru auðvitað mikil verðmæti fólgin í þeim afurðum líka. Maðurinn við hlið Guðmundar Friðgeirs er ekki Gunnar Þ. Einarsson heldur Guðmundur Sören Magnússon, bróðir hans. Jón segir að það hafi verið mikil forréttindi að fá að vinna með þessum mönnum, sem voru höfðingjar hver á sinn hátt. Þetta var mikil vinna og aldrei slegið af fyrr en allt var klappað og klárt. ...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31