02.09.2015 - 15:49 | Guðmundur Karl Jónsson
Tími Dýrafjarðarganga er kominn
Barátta Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum sem er orðin áratugalöng hefur ekki komist í fréttirnar á hverjum degi. Sá sem hér stingur niður penna ítrekar að nú er tími Dýrafjarðarganga kominn hvort sem þingmanni Norðausturkjördæmis, Höskuldi Þórhallssyni, líkar það vel eða illa.
Fyrir löngu áttu Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag fjórðungsins og þingmenn Norðvesturkjördæmis að sjá sóma sinn í því að fylgja þessu hagsmunamáli eftir í samgöngunefnd áður en þingmaður Norðausturkjördæmis sá sér leik á borði og hljóp í fjölmiðla með óraunhæfa hugmynd um að 13-14 km löngum jarðgöngum undir heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar verði strax troðið fram fyrir Dýrafjarðargöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000.
Það kemur öllum þingmönnum Norðausturkjördæmis og formanni samgöngunefndar í koll þótt síðar verði ef þeir telja það sjálfsagt að reka hornin í samgöngumál Vestfirðinga af minnsta tilefni. Tímabært er að allir þingmenn Norðvesturkjördæmis rísi upp og berjist gegn því að formaður samgöngunefndar komist upp með að tefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng enn meir en orðið er. Það ákveða þingmenn Norðausturkjördæmis aldrei á sínum forsendum þegar þeir nota tímann til að leiða hjá sér þá staðreynd að misheppnuð tilraun til að fjármagna Vaðlaheiðargöng með innheimtu vegtolla verður ávísun á taprekstur ganganna.
Í Fréttablaðinu 28. júlí sl. var haft eftir Höskuldi Þórhallssyni að Fjarðarheiðargöng á Mið-Austurlandi yrðu boðin út á næsta ári sem er fjarri öllu sanni. Óheppilegt er að þessi landsbyggðarþingmaður gefi Seyðfirðingum fögur loforð um lengstu gangagerðina á Íslandi á meðan engin veit hvað undirbúningsrannsóknir á Fjarðarheiði taka mörg ár og hvort þessi göng fyrir austan verði í sjónmáli eftir 5 eða 6 ár í fyrsta lagi. Mörg óvissuatriði sem tengjast þessari gangagerð á Mið-Austurlandi réttlæta það ekki að framkvæmdum við þetta stóra samgöngumannvirki verði næsta áratuginn flýtt á kostnað Dýrafjarðarganga. Héðan af kemur slíkt ekki til greina þótt formanni samgöngunefndar sé ekkert um Vestfirði gefið. Þingmaður Norðausturkjördæmis veit ósköp vel að ákvörðunin um útboð Dýrafjarðarganga sem gæti verið í sjónmáli á næsta ári stendur óhögguð þótt skoðanabræður hans í þessu kjördæmi vilji veg Vestfirðinga sem verstan. Á sömu nótum töluðu Steingrímur J, Svandís Svavarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson gegn Seyðfirðingum og Norðfirðingum þegar þeir gátu blekkt Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgðina sem ætlað er að tryggja fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Þar hafa vandamálin sem enginn sá fyrir stórhækkað kostnaðinn við þessa gangagerð gegnt Akureyri sem áður var áætlaður 12-13 milljarðar króna. Að öllu óbreyttu fer hann fljótlega yfir 17 milljarða króna löngu áður en verktökunum tekst að sprengja síðasta haftið í göngunum undir heiðina.
Áður en formaður samgöngunefndar gefur Seyðfirðingum fögur loforð um að flýta framkvæmdum við 13-14 km löng veggöng undir Fjarðarheiði á kostnað Dýrafjarðarganga skal hann fyrst svara því hvort íslenska ríkið hafi efni á enn dýrari mistökum sem ganga af þjóðarbúinu dauðu. Þá tala staðreyndirnar sínu máli.
Fyrir íslenska skattgreiðendur og ríkissjóð verða það engar gleðifréttir ef samanlagður kostnaður við gerð Fjarðarheiðar- og Vaðlaheiðarganga nálgast 50 milljarða króna.
Undir heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar verður þetta samgöngumannvirki stærsta og fjárfrekasta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi sem gæti mögulega farið inn á margar vatnsæðar líkt og Vaðlaheiðargöng. Að öllum líkindum sogar þessi framkvæmd til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Þess munu menn iðrast þegar afleiðingarnar koma í ljós þótt síðar verði. Á meðan verður ekki borað undir mörg önnur fjöll næstu áratugina gangi krafa bæjarstjórnar Seyðisfjarðar eftir, og síðan hvað? Þá lenda brýnustu verkefnin á hringveginum, sem þola enga bið, í uppnámi um ókomin ár.
Flýtum útboði Dýrafjarðarganga strax. Þau eru næst í röðinni. Skoðum möguleika á jarðgöngum sunnan Arnarfjarðar. Afskrifum uppbyggðan veg yfir Dynjandisheiði.
Fyrir löngu áttu Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag fjórðungsins og þingmenn Norðvesturkjördæmis að sjá sóma sinn í því að fylgja þessu hagsmunamáli eftir í samgöngunefnd áður en þingmaður Norðausturkjördæmis sá sér leik á borði og hljóp í fjölmiðla með óraunhæfa hugmynd um að 13-14 km löngum jarðgöngum undir heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar verði strax troðið fram fyrir Dýrafjarðargöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000.
Það kemur öllum þingmönnum Norðausturkjördæmis og formanni samgöngunefndar í koll þótt síðar verði ef þeir telja það sjálfsagt að reka hornin í samgöngumál Vestfirðinga af minnsta tilefni. Tímabært er að allir þingmenn Norðvesturkjördæmis rísi upp og berjist gegn því að formaður samgöngunefndar komist upp með að tefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng enn meir en orðið er. Það ákveða þingmenn Norðausturkjördæmis aldrei á sínum forsendum þegar þeir nota tímann til að leiða hjá sér þá staðreynd að misheppnuð tilraun til að fjármagna Vaðlaheiðargöng með innheimtu vegtolla verður ávísun á taprekstur ganganna.
Í Fréttablaðinu 28. júlí sl. var haft eftir Höskuldi Þórhallssyni að Fjarðarheiðargöng á Mið-Austurlandi yrðu boðin út á næsta ári sem er fjarri öllu sanni. Óheppilegt er að þessi landsbyggðarþingmaður gefi Seyðfirðingum fögur loforð um lengstu gangagerðina á Íslandi á meðan engin veit hvað undirbúningsrannsóknir á Fjarðarheiði taka mörg ár og hvort þessi göng fyrir austan verði í sjónmáli eftir 5 eða 6 ár í fyrsta lagi. Mörg óvissuatriði sem tengjast þessari gangagerð á Mið-Austurlandi réttlæta það ekki að framkvæmdum við þetta stóra samgöngumannvirki verði næsta áratuginn flýtt á kostnað Dýrafjarðarganga. Héðan af kemur slíkt ekki til greina þótt formanni samgöngunefndar sé ekkert um Vestfirði gefið. Þingmaður Norðausturkjördæmis veit ósköp vel að ákvörðunin um útboð Dýrafjarðarganga sem gæti verið í sjónmáli á næsta ári stendur óhögguð þótt skoðanabræður hans í þessu kjördæmi vilji veg Vestfirðinga sem verstan. Á sömu nótum töluðu Steingrímur J, Svandís Svavarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson gegn Seyðfirðingum og Norðfirðingum þegar þeir gátu blekkt Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgðina sem ætlað er að tryggja fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Þar hafa vandamálin sem enginn sá fyrir stórhækkað kostnaðinn við þessa gangagerð gegnt Akureyri sem áður var áætlaður 12-13 milljarðar króna. Að öllu óbreyttu fer hann fljótlega yfir 17 milljarða króna löngu áður en verktökunum tekst að sprengja síðasta haftið í göngunum undir heiðina.
Áður en formaður samgöngunefndar gefur Seyðfirðingum fögur loforð um að flýta framkvæmdum við 13-14 km löng veggöng undir Fjarðarheiði á kostnað Dýrafjarðarganga skal hann fyrst svara því hvort íslenska ríkið hafi efni á enn dýrari mistökum sem ganga af þjóðarbúinu dauðu. Þá tala staðreyndirnar sínu máli.
Fyrir íslenska skattgreiðendur og ríkissjóð verða það engar gleðifréttir ef samanlagður kostnaður við gerð Fjarðarheiðar- og Vaðlaheiðarganga nálgast 50 milljarða króna.
Undir heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar verður þetta samgöngumannvirki stærsta og fjárfrekasta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi sem gæti mögulega farið inn á margar vatnsæðar líkt og Vaðlaheiðargöng. Að öllum líkindum sogar þessi framkvæmd til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Þess munu menn iðrast þegar afleiðingarnar koma í ljós þótt síðar verði. Á meðan verður ekki borað undir mörg önnur fjöll næstu áratugina gangi krafa bæjarstjórnar Seyðisfjarðar eftir, og síðan hvað? Þá lenda brýnustu verkefnin á hringveginum, sem þola enga bið, í uppnámi um ókomin ár.
Flýtum útboði Dýrafjarðarganga strax. Þau eru næst í röðinni. Skoðum möguleika á jarðgöngum sunnan Arnarfjarðar. Afskrifum uppbyggðan veg yfir Dynjandisheiði.
Guðmundur Karl Jónsson.
Höfundur er farandverkamaður.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 1. september 2015