Vestfjarðamótið í víkingasjómann
Í fyrsta sinn í sögunni verður haldið sérstakt Vestfjarðamót í víkingasjómann núna á helginni, á laugardag kl.14.01. Mótið verður haldið á viðeigandi stað eða á slóðum vinsælustu Íslendingasögunnar, Gísla sögu Súrssonar. Nánar tiltekið á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði. Allir geta tekið þátt í þessu fyrsta vestfjarðamóti í víkingasjómann. En það verður aðeins einn sigurvegari, sem verður um leið fyrsti Vestfjarðameistarinn í víkingasjómann. Sigurvegarinn fær vitanlega vegleg víkingaverðlaun.
Ekkert þáttökugjald er á Vestfjarðamótið í víkingasjómann og áhorfendur á öllum aldri eru
sérstaklega velkomnir.
Þeir sem vilja taka þátt í Vestfjarðamótinu í víkingasjómann einfalda mæta á Gíslastaði á laugardag.
Einnig er hægt að skrá sig beint á viðburðinum á Facebook, Vestfjarðamótið í víkingasjómann.
Uppbyggingasjóður Vestfjarða og Öll vötn til Dýrafjarðar styrkja Gísla sögu.