A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
04.11.2017 - 14:36 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Ólafsson Indíafari

Jón Ólafs­son fædd­ist 4. nóv­em­ber 1593. For­eldr­ar hans voru Ólaf­ur Jóns­son, bóndi á Svart­hamri í Álftaf­irði, og k.h. Ólöf Þor­steins­dótt­ir. Faðir hans dó úr blóðsótt þegar Jón var að verða 7 ára, eft­ir því sem hann sjálf­ur seg­ir.

Jón er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir reisu­bók sína um dvöl sína í Kaup­manna­höfn og ferð sína til Ind­lands, sem hann skrifaði um 1661. Frá­sögn­in skipt­ist í tvo meg­in­hluta og grein­ir sá fyrri frá dvöl hans í Dan­mörku og ferðinni til Sval­b­arða, en hinn síðari lýs­ir Ind­lands­ferð hans. Þriðja hlut­an­um er bætt við eft­ir dauða Jóns og grein­ir hann frá ævi Jóns eft­ir heim­kom­una til Íslands.

Árið 1615 kom Jón sér um borð í enskt skip og samdi við skip­stjór­ann um far til Eng­lands. Þaðan lá leið hans til Dan­merk­ur þar sem hann gerðist byssu­skytta á her­skip­um Kristjáns IV. Dana­kon­ungs. Fljót­lega lá leið hans norður í Hvíta­haf, til Sval­b­arða og árið 1622 sigldi hann suður fyr­ir Góðrar­von­ar­höfða til Srí Lanka. Síðar dvald­ist hann í virki í dönsku ný­lend­unni Tranqu­eb­ar á Indlandi. Í sept­em­ber árið 1624 slasaðist hann illa í spreng­ingu í fall­byssu og var flutt­ur til Dan­merk­ur og kom þangað eft­ir mikla hrakn­inga sum­arið árið eft­ir. Hafði hann þá haft viðkomu á Írlandi.

Jón kom aft­ur til Íslands árið 1626. Hann kvænt­ist Ingi­björgu Ólafs­dótt­ur og bjuggu þau fyrst að Tröð og hugs­an­lega í Eyr­ar­dal í Álftaf­irði. Þaðan héldu þau hjón­in til Vest­manna­eyja 1639 þar sem Jón tók við sem stjórn­andi heima­varn­ar­liðs og bys­sumaður á Skans­in­um. Konu hans líkaði illa í Vest­manna­eyj­um og þau fluttu aft­ur vest­ur 1640 og sama haust drukknaði Ingi­björg í Álftaf­irði. Son­ur Jóns sem hét Kristó­fer Bogi lést skömmu síðar. Aft­ur kvænt­ist Jón Þor­björgu Ein­ars­dótt­ur og eignuðust þau Ólaf sem síðar bjó á Kambs­nesi og nokk­ur ætt er frá kom­in. Með Þor­björgu bjó Jón á Upp­söl­um í Seyðis­firði í 5 ár frá 1644 og loks í 30 ár frá 1649 til æviloka í Eyr­ar­dal við Álfta­fjörð.

Jón Indíafari lést 2. maí 1679.

Morgunblaðið

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31