A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Íslenskur hátækniiðnaður hefur sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf þar sem fram kemur að fyrirtækið er horfið frá því að kanna nánar kosti þess að setja niður olíuhreinsistöð á Söndum í Dýrafirði, en muni nú snúa sér að frekari athugunum vegna Hvestu í Arnarfirði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að þessi niðurstaða komi sér ekki beint á óvart út frá landfræðilegum aðstæðum í Arnarfirði. "Hins vegar er ég hugsi yfir samfélagsþáttunum með hliðsjón af skýrslunni sem gerð var um þá hluti fyrr í vetur. Ég hefði haldið að Dýrafjörður væri nærtækari kostur með tilliti til þeirra þátta heldur en Arnarfjörðurinn" segir Halldór. Hann bendir á að í Vesturbyggð og Tálknafirði séu einungis um 1200 íbúar á móti fimm þúsund íbúum hér norðanmegin. Nálægð við þjónustu og aðsæður á atvinnusvæðinu hljóti því að vera hagstæðari hérna megin. "En það eru auðvitað fjárfestarnir sjálfir sem ákveða þetta" segir Halldór "og það hlýtur að velta á faglegu mati fyrst og fremst." Halldór segist ekki hafa viljað fara í "fegurðarsamkeppni" á móti suðursvæðinu um staðsetningu olíuhreinsistöðvar. "Auðvitað geta menn lagst í mikla vinnu við að halda fram sínu svæði og kostum þess - en á endanum eru það aðstæðurnar sjálfar sem ráða vali fjárfestanna. Þeir taka sína ákvörðun á grundvelli faglegs og hlutlægs mats" segir Halldór.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31