05.06.2008 - 00:40 | Tilkynning
Heimasíða Dýrafjarðardaga
Dýrafjarðardagar hafa nú opnað heimasíðu. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um það sem verður í boði t.d hver hefur skráð sig í að vera með súpu í garðinum, dagskrá helgarinnar og einnig er hægt að skoða myndir og fleira. Einnig er þar að finna slóð að heimasíðu um kassabílarallýið sem verður á Dýrafjarðardögunum þar sem eru upplýsingar, reglur, verðlaun og margt fleira.
Við erum að leita að myndum til að setja inná heimasíðu Dýrafjarðardaga. Ef þú lumar á myndum vinsamlega hafðu samband við Daðey í síma 8671699.