A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Alp Mehmet breski sendiherrann á Íslandi afhjúpar minnisvarðann ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Alp Mehmet breski sendiherrann á Íslandi afhjúpar minnisvarðann ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Minnisvarða breskra sjómanna var afhjúpaður í Þingeyrarkirkjugarði á sjómannadag. Breski sendiherrann á Íslandi, Alp Mehmet, afhjúpaði minnisvarðann að lokinni sjómannadagsmessu ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Tengsl breskra sjómanna við Dýrafjörð ná langt aftur en ein elsta heimildin getur um fjárstyrk frá breskum togaraeigendum til að taka þátt í að reisa sjúkraskýli á Þingeyri snemma á síðustu öld. Þeir áttu hagsmuna að gæta vegna togara sinna á Vestfjarðamiðum sem leituðu mjög til hafnar á Þingeyri til að verða sér úti um vistir og vatn, vegna viðgerða og komu iðulega með sjúka menn og slasaða.

Fjórtán breskir sjómenn hvíla í kirkjugarðinum á Þingeyri og vitað er um tíu sem fundust ekki eftir að togarinn Langanes frá Grimsby strandaði 1935 sem er mesta sjóslys sem vitað er um í Dýrafirði. Einnig hlutu tólf sjómenn vota gröf er S.S. Sabik sökk úti fyrir Dýrafirði. Togararnir sem komu til Þingeyrar voru aðallega frá Fleetwood, Grimsby og Hull í Englandi.

Koma togara til Dýrafjarðar jókst mikið um 1930. Þá dró úr komu þeirra er stríðið skall á en jókst á ný upp úr stríðsárunum. Haft var eftir Matthíasi Guðmundssyni sem sá um Gömlu vélsmiðjuna á Þingeyri á árum áður að það hafi verið stanslaus vinna í gömlu togurunum í ein tuttugu ár, eða þar til landhelgin var færð út í 200 mílur. Á árum seinni heimstyrjaldarinnar var oft haft á orði að Smiðjan héldi úti togaraflota Breta.

 

Þá má glögglega sjá hver áhrif komu Bretanna höfðu á Dýrfirðinga í kvæði Lilju Björnsdóttur, skáldkonu og sjómannskonu á Þingeyri, sem hún orti eftir strand Langaness. Það er svohljóðandi:

 

Í kirkjugarðinum

Ég staðnæmist oft við þá stóru gröf
Þær stundir mér fróun beita.
Frá sál minni einatt ég sendi yfir höf
samúðar kveðjuna heita.

Þú, mannúðin, tengir sál við sál
og samúðar bróður ylur.
Og hjartað á alheims heilagt mál
sem hver og einn maður skilur.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31