28.01.2009 - 01:50 | bb.is
Stefnt að því að klára Salthúsið í ár
Stærsti hluti viðhaldsverkefna á vegum Ísafjarðarbæjar í ár verður undir einni milljón króna samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram. Forgangsröðun þessara verkefna verður ákveðin og lögð fram eftir samþykkt fjárhagsáætlunarinnar. Stærsta verkefni eignasjóðs sveitarfélagsins í ár er Salthúsið á Þingeyri en reiknað er með að ljúka því verkefni. Meðal annarra verkefna má nefna brunavarnir í Grunnskólanum á Ísafirði verða fullgerðar í eldri hluta skólans. „Mikil breyting er á rekstri málaflokksins milli ára og helgast það af lægri framlögum til viðhalds en stærsta breytingin er vegna útreiknings á lánum þar sem reiknað er með gengishagnaði", segir í stefnuræðu bæjarstjóra með frumvarpi að fjárhagsáætluninni.