22.01.2009 - 01:52 | bb.is
Um 80% nemenda í íþróttum
Um 80% nemenda Grunnskólans á Þingeyri stunda blak, körfubolta eða fótbolta. Á vef skólans kemur fram hve mikil ánægja er með hversu heilbrigðan lífsstíl nemendur skólans tileinka sér. „Þannig koma nemendur oft með ávexti og grænmeti í nesti, borða flestir heitan og næringarríkan hádegismat og taka vel á því í íþróttatímum í skólanum", segir á GÞ-vefnum. Nemendur í gagnfræðibekkjum skólans undirbúa sig nú undir ferð til Reykjavíkur á ávisst mót í Skólahreysti dagana 11.-13. febrúar sem ætlað er að stuðla að auknu hreysti ungmenna í landinu. „Mikil og skemmtileg dagskrá hefur verið sett saman og vonandi munu allir geta tekið þátt", segir á vef skólans.