23.06.2010 - 22:11 | JÓH
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði á Tjörn
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar var á ferð um Vestfirði fyrr í mánuðinum og tók m.a. lagið á Dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Hljómsveitina skipa ungt tónlistarfólk, alls 23 einstaklingar og er gaman að segja frá því að Gerða og Jökull, sem búa á Tjörn, áttu barnabarn í hópnum. Mikil ánægja var með tónleikana og að þeim loknum var hljómsveitarmeðlimum og gestum boðið upp gos og meðlæti. Myndir frá tónleikunum eru í albúminu en þær tók Ásta Kristinsdóttir.