08.01.2011 - 23:52 | JÓH
Þrettándanum fagnað
Um 150 manns voru samankomnir á Víkingasvæðinu fyrr í kvöld til að taka þátt í þrettándagleði á vegum björgunarsveitarinnar Dýra og íþróttafélagsins Höfrungs. Skemmtunin hófst á Brekkugötu en þaðan gekk hópurinn með blys við undirspil Harmonikkukarlanna og Lóu. Á Víkingasvæðinu var gestunum boðið upp á heitt kakó og kleinur á meðan þeir yljuðu sér við langeld og hlýddu á tónlist. Að lokum stóð Björgunarsveitin fyrir veglegri flugeldasýningu.
Sú hefð hefur skapast á Þingeyri að börn gangi grímukædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti, og á því var engin undantekning í ár. Mátti sjá margs konar kynjaverur á gangi um eyrina enda veður með eindæmum gott.
Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna hér og einnig á heimasíðu Davíðs Davíðssonar.
Sú hefð hefur skapast á Þingeyri að börn gangi grímukædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti, og á því var engin undantekning í ár. Mátti sjá margs konar kynjaverur á gangi um eyrina enda veður með eindæmum gott.
Nokkrar myndir frá kvöldinu má finna hér og einnig á heimasíðu Davíðs Davíðssonar.