A A A
06.01.2011 - 11:45 | JÓH

Þrettándagleði frestað vegna veðurs

Hefð er fyrir því að börnin gangi grímuklædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti. Mynd: Nanna Björk
Hefð er fyrir því að börnin gangi grímuklædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti. Mynd: Nanna Björk
Fyrirhugaðri þrettándagleði Björgunarsveitarinnar Dýra og Íþróttafélagsins Höfrungs hefur verið frestað til laugardagsins 8. janúar. Á laugardaginn hefst dagskráin kl. 17:00, innst á Brekkugötu en þar verða seldir kyndlar á vægu verði. Athugið að aðeins þeir sem eru 10 ára og eldri fá leyfi til að vera með kyndla. Að venju verður gengið frá Brekkugötunni og á Víkingasvæðið þar sem kveiktur verður langeldur og sungið. Að sjálfsögðu verða harmonikkur með í spilinu og nú einnig gítar. Samkoman endar svo með flugeldasýningu. Vonast er til að þeir álfar sem eru á ferðinni á þrettándanum mæti í sínum fínu fötum sem fyrr, og heiðri okkur með nærveru sinni.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30