29.01.2011 - 14:46 | JÓH
Þingeyringar sigruðu Vestfjarðakeppni Samfés
Ungmenni frá félagsmiðstöðinni á Þingeyri sigruðu söngkeppni Samfés á Vestfjörðum en keppnin var haldin í félagsheimilinu á Hólmavík í gærkvöldi. Það var Agnes Sólmundsdóttir sem söng lagið Eftirsjá en textann íslenskaði hún sjálf við lagið Apologize með hljómsveitinni One Republic. Agnes lék einnig á fiðlu en auk hennar spilaði Arnar Logi Hákonarson á gítar og Patrekur Ísak Steinarsson á trommur. Hópurinn mun því keppa fyrir hönd Vestfjarða í lokakeppninni sem fer fram í byrjun mars.
Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi og ár hvert eru haldnar söngkeppnir í hverjum landshluta til að fá úr því skorið hvaða 30 lög taka þátt í lokakeppninni. Söngkeppnin á Hólmavík þótti heppnast afar vel en alls voru flutt 10 söngatriði. Myndir frá gærkvöldinu má sjá hér á heimasíðu Strandamanna.
Þingeyrarvefurinn óskar sínu fólki innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!
Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi og ár hvert eru haldnar söngkeppnir í hverjum landshluta til að fá úr því skorið hvaða 30 lög taka þátt í lokakeppninni. Söngkeppnin á Hólmavík þótti heppnast afar vel en alls voru flutt 10 söngatriði. Myndir frá gærkvöldinu má sjá hér á heimasíðu Strandamanna.
Þingeyrarvefurinn óskar sínu fólki innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!