27.01.2011 - 22:50 | Tilkynning
Þorrablót 2011
Nú fer að líða að þorrablótinu okkar, verður það í Félagsheimilinu laugardaginn 29. janúar. Í ár er boðið uppá hlaðborð að hætti bræðranna á Núpi og ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Á borðum verður hefðbundinn þorramatur. Veislustjóri verður Gunnlaugur Dan Ólafsson og skemmtiatriði verða á sínum stað. Að loknu borðhaldi verður stiginn dans fram eftir nóttu og munu félagarnir Bjarni og Stefán frá Hólmavík sjá um fjörið. Forsala aðgöngumiða verður föstudaginn 28. janúar frá 19:00 - 21:00.
Miðaverð:
Borðhald og dansleikur: 6500kr
Miðaverð:
Borðhald og dansleikur: 6500kr
Borðhald: 5000kr
Dansleikur: 2500kr
Vonumst til að sjá sem flesta!
Nefndin.