31.01.2011 - 23:00 | Tilkynning
Dansnámskeið að hefjast í Félagsheimilinu
Tíu vikna dansnámskeið hefjast föstudagskvöldið 4. febrúar kl. 20.00 og verða næstu 10 föstudagskvöld í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þeir sem þegar hafa skráð sig á hjóna- og paranámskeið mæti þá, og enn er nóg pláss fyrir aðra sem hafa áhuga - ef einhverjir stakir hafa áhuga, þá endilega mætið og athugið hvort ekki verða fleiri stakir...
Línudansnámskeið hefst einnig föstudagskvöldið 4. febrúar kl. 19.00 í Félagsheimilinu.
Komum saman og dönsum, stök eða í pörum, en umfram allt höfum gaman. Allir velkomnir!
Eva dans og aðrir áhugamenn