Bíókvöld og Vinjettuhátíð í Simbahöllinni
Á sunnudaginn opnar Simbahöllin kl. 20:00 en hálftíma síðar hefst Vinjettuhátíð á Vestfjörðum. Hátíðin er haldin í samvinnu við heimamenn en þeir taka þátt í upplestri og hljóðfæraslætti, ásamt Ármanni Reynissyni, vinjettuhöfundi og Vestfirðingi að fjórða hluta. Tónlistina annast Guðmundur Ingvarsson, harmonikkuleikari, og tónlistahjónin Krista og Raivo Sildoja sem leika þjóðlagatónlist á fiðlur. Ásamt Ármanni Reynissyni lesa: Gunnhildur Elíasdóttir húsmóðir, Ragnar Guðmundsson harðfiskverkandi, Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Gunnlaugur Ólafsson skólastjóri, Davíð Kristjánsson heldriborgari, Skúli Elíasson skipstjóri og nemendur við Grunnskólann: Agnes Sólmundsdóttir og Anton Líni Hreiðarsson. Í miðri dagskrá verður gert hlé fyrir veitingar og spjall, en belgískar vöfflur og fleira verður í boði.
Það er vert að taka það fram að barinn verður opinn á laugardagskvöld, og aðgangur er ókeypis á báða viðburðina.