20.10.2011 - 08:52 | bb.is
Vestfirska forlagið gefur út 18 titla
Vestfirska forlagið gefur út 18 titla á ári. Bækurnar að vestan eru orðnar á þriðja hundrað og í þeim er að finna efni úr nánast öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum frá ýmsum tímum, en höfundarnir eru flestir Vestfirðingar. Þá hefur forlagið hleypt af stokkunum nýjum bókaflokkum á ensku, einkum ætlaðar fyrir ferðamenn. Í þeim eru sýnishorn og frásagnir úr þeim bókum sem forlagið hefur gefið út á síðustu 15 árum um Vestfirði og Vestfirðinga.