Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri
Dýrfiskur er með eldiskvíar á Dýrafirði og seiðaeldi á Tálknafirði og hefur félagið nú einnig sótt um að leyfi til að ala regnbogasilung í Önundarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Systurfélag Dýrfisks er jafnframt að hasla sér völl í hefðbundnum fiskveiðum og gerir út einn bát og annar er á leiðinni. Starfsmenn fyrirtækjanna nú orðnir yfir 30 og boðar Eiríkur Finnur að þeim muni fjölga ört á næstu mánuðum.
„Það er til marks um breytta tíma að hér er það eldisfiskur sem treystir fiskvinnsluna og því freistandi að spyrja hvort fiskeldið muni reisa við byggð á Vestfjörðum. Eiríkur Finnur telur erfitt að spá um framtíðina en segir þó að eigendur Arctic Odda og Dýrfisks hafi mikla trú á því að góð framtíð sé í eldi á þessu svæði," segir á visir.is þar sem sjá má fréttina í heild.