A A A
  • 2010 - Víkingur Kári Sigfússon
29.02.2012 - 12:05 | bb.is

Stendur virkan vörð um samfélagið

Þingeyri. Ljósm: © Mats./bb.is
Þingeyri. Ljósm: © Mats./bb.is
Kvenfélagið Von í Dýrafirði færði nokkrum aðilum góðar gjafir á síðasta ári að því er fram kom á 105. aðalfundi félagsins sem haldinn var á sunnudag. Meðal annars færði félagið hjúkrunarheimilinu Tjörn svokallaðan „vaktara" sem telst mikið öryggistæki, jafnt fyrir vistmenn sem starfsfólk. Þá keypti félagið gluggatjöld í skólastofur og mötuneyti grunnskólans á Þingeyri og færði Þingeyrarkirkju veglega afmælisgjöf í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar. Þá var tveimur fjölskyldum veittir styrkir vegna alvarlegra veikinda.

„Af þessari stuttu upptalningu sést að félagið stendur virkan vörð um sitt samfélag í dag, líkt og það gerði fyrir 105 árum þegar það var stofnað til að hjálpa þeim sem verst voru settir. Það er afskaplega gefandi að vera í félagsskap sem þessum, maður þroskast af því að taka þátt, bæði í gleði og sorgum fólksins sem maður lifir með í litlu samfélagi, og ættu sem flestar konur að prófa kvenfélagsstarfið einhvern tímann á lífsleiðinni," segir í tilkynningu frá félaginu.

 

Stjórn kvenfélagsins Vonar er þannig skipuð: Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður, Alda Sigurveig Sigurðardóttir ritari, Sonja Elín Thompson gjaldkeri, Jovina Sveinbjörnsdóttir og Daðey Arnborg Sigþórsdóttir.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31