A A A
  • 1978 - Eyrśn Harpa Hlynsdóttir
  • 1991 - Steiney Ninna Halldórsdóttir
  • 2001 - Lķsbet Óla Steinsdóttir
  • 2009 - Žrymur Rafn Andersen
Hildur Inga Rśnarsdóttir
Hildur Inga Rśnarsdóttir
Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir hefur verið sett prestur í Þingeyrarprestkalli til 15. janúar. Leysir hún Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarprest af í leyfi hennar. Hildur lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum en hún hefur töluvert unnið í barna og æskulýðsstarfi.
17.08.2009 - 11:58 | bb.is

Laufey Ķslandsmeistari ķ strandblaki

Laufey Björk Sigmundsdóttir (t.v.) og Lilja Jónsdóttir. Mynd: Karl Siguršsson.
Laufey Björk Sigmundsdóttir (t.v.) og Lilja Jónsdóttir. Mynd: Karl Siguršsson.
Dýrfirðingurinn Laufey Björk Sigmundsdóttir varð Íslandsmeistari í strandblaki ásamt félaga sínum Lilju Jónsdóttur um helgina, en þær kepptu fyrir hönd HK. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um þennan leik því þær Lilja og Laufey hreinlega kaffærðu andstæðingana með mjög svo þéttum og góðum uppgjöfum, ásamt því að setja boltann oftar á þá staði sem andstæðingarnir voru ekki fyrir. Þær Lilja og Laufey urðu því Íslandsmeistarar 2009 með því að vinna úrslitaleikinn 2-0, en hrinurnar fóru 21-11 og 21-9", segir á strandblak.is. 22 lið voru skráð til leiks á Íslandsmótinu sem fór fram í Fagralundi í Kópavogi. Var þetta var stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið í greininni....
Meira
Sundlaugin į Žingeyri lokar ķ žrjį daga vegna orkuskorts
Sundlaugin į Žingeyri lokar ķ žrjį daga vegna orkuskorts
Sundlaugin á Þingeyri verður lokuð í þrjá daga frá og með 18. ágúst. Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 21. ágúst. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ segir að sundlaugin verði lokað „af óviðráðanlegum orsökum." Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna hjá Ísafjarðarbæ sagði að lokunin væri vegna orkuskorts. „Þetta er árlegur viðburður yfirleitt í ágúst því Orkustofnun tekur Vesturlínu út einu sinni á ári vegna viðhalds." Lokunin hefur ekki áhrif á opnunartíma Sundhallarinnar á Ísafirði eða aðrar laugar í rekstri Ísafjarðarbæjar
12.08.2009 - 12:02 | bb.is

Mišbęr Žingeyrar skipulagšur

Vallargata 1 į Žingeyri.
Vallargata 1 į Žingeyri.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna í miðbæ Þingeyrar. Umhverfisnefnd ályktaði svo eftir að bæjarráð beindi þeirri spurningu til nefndarinnar hvort fyrir lægi afstaða nefndarinnar til þess hvar húsið Vallargata 1 á Þingeyri sé best staðsett til framtíðar en fimm kauptilboð hafa borist í húsið. Tilboðin eru frá Hrafnhildi Skúladóttur upp á 420.000 krónur. Jóhönnu Gunnarsdóttur upp á 520.000 krónur. Sigurði G. Guðjónssyni f.h. óstofnaðs félags upp á 500.000 krónur, frá Sonju Elínu Thompson og Valdimar Elíassyni upp á 500.000 krónur og frá Þorvaldi Jóni Ottóssyni f.h. Rósa ehf. upp á 400.000 krónur. Á fundi bæjarráðs þann 6. júlí síðastliðinn barst tilboð í húsið sem aldrei hafði verið formlega auglýst til sölu. Í kjölfar tilboðsins ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar að auglýsa eignina og rann tilboðsfrestur út 15. júlí s.l.
10.08.2009 - 12:10 | bb.is

Telja ekki žörf į umhverfismati

Dżrafjöršur
Dżrafjöršur
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur ekki ástæðu til að breyta fyrri afstöðu sinni vegna sjókvíaeldis Dýrfisks ehf. á regnbogasilungi og eða laxi í Dýrafirði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Óskað hafði verið eftir umsögn umhverfisnefndar í tilefni af kæru Landssambands veiðifélaga til Skipulagsstofnunar fyrir að undanþiggja eldið umhverfismati þar sem um væri að ræða erlendan, innfluttan laxastofn. Umhverfisnefnd segist telja að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 3. viðauka laga nr 106/2000.
10.08.2009 - 12:08 | bb.is

Nśpskirkja 70 įra

Nśpskirkja var vķgš 17. september 1939
Nśpskirkja var vķgš 17. september 1939
Núpskirkja í Þingeyrarprestakalli fagnar 70 ára afmæli í ár og af því tilefni var haldin hátíðarmessa á laugardag. Núpur er fornt höfuðból og nú skólasetur og kirkjustaður við norðanverðan Dýrafjörð. Kirkjan var byggð úr steinsteypu á árunum 1938-1939 og vígð 17. september 1939. Að því er fram kemur á nat.is sá embætti húsameistara ríkisins um teikningu hennar en allt innandyra var gert samkvæmt teikningum og fyrirsögn séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi. Guðmundur Jónsson, myndskeri frá Mosdal, skar út tákn og letur á prédikunarstólinn, kirkjubekki, gráturnar, söngloftsbrún og hörpu á sönglofti. Gréta og Jón Björnsson máluðu og myndskreyttu kirkjuna.
Dr. Gunni. Mynd: farm4.static.flickr.com.
Dr. Gunni. Mynd: farm4.static.flickr.com.
Neytendafrömuðurinn Dr. Gunni fjallar á skemmtilegan hátt um Vestfirði í færslu á bloggsíðu sinni, en hann eyddi sumarfríi sínu m.a. á Ísafirði. „Sumarfríið var auðvitað allt saman undursamlegt. Til dæmis Gamla bakaríið á Ísafirði. Þar var eigandinn, hin 89 ára gamla Rut, í góðu stuði og gaf mér Napóleonsköku. Þetta er uppáhaldsbakkelsi Ólafs Ragnars Grímssonar og hann kaupir alltaf Napóleonskökur og lætur stundum senda sér í pósti þegar mikið stendur til á Bessastöðum. Þú getur ekki verið minni maður, sagði sú gamla og ég var hjartanlega sammála", segir í færslunni. Hann segir að hann hafi farið í göngur víða um svæðið. Þá hrósar hann nýopnuðu kaffihúsi á Þingeyri og matsölustað í Súðavík. „Í elsta húsi bæjarins eru nokkrir Belgar búnir að opna kaffihús sem þeir kalla Simbahöllina. Belgarnir fengu húsið nánast gefið og hafa nú gert það allt upp. Þarna fæst eðalkaffi og belgískustu vöfflur á Íslandi. Mjög góðar og alveg möst að tékka á þessu ef fólk er á svæðinu. Dænerinn Amma Habbý á Súðavík er snilld sem fyrr. Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur torgað einum sjeik og borgara þar."...
Meira
10.08.2009 - 12:04 | bb.is

Fjölmenni ķ aldarafmęli Skrśšs

Garšurinn skartaši sķnu fegursta.
Garšurinn skartaši sķnu fegursta.
Fjölmenni var viðstatt aldarafmæli skrúðgarðsins Skrúðs í Dýrafirði á laugardag. „Á fjórða hundrað manns tók þátt í hátíðahöldunum sem fóru fram í stilltu og kyrru veðri. Athöfnin tókst þokkalega og ég held að fólk hafi notið veðursins sem og garðsins sjálfs sem hefur verið snyrtur og lagaður í sumar og skartar núna sínu fegursta", segir Brynjólfur Jónsson, formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs. Meðal gesta var Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Boðið var upp á tónlistaratriði og Elfar Logi Hannesson birtist í gervi séra Sigtryggs Guðlaugssonar stofnanda garðsins og flutti leikþátt. Að athöfn lokinni var boðið upp á fiskisúpu og kvenfélagskonur frá Þingeyri bökuðu vöfflur í gríð og erg og höfðu varla undan....
Meira
Eldri fęrslur
« Október »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör