25.03.2012 - 23:51 | JÓH
Grímutölt á Söndum
Keppni í grímutölti fór fram í reiðhöllinni á Söndum í gær. Keppt var í þremur flokkum og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir besta grímubúninginn í hverjum flokki en dæmt var eftir heildarútliti hests og knapa. Góð mæting var meðal gesta og voru alls 15 keppendur skráðir til leiks. Eftir keppni var farið í útreiðatúr enda blíðskapaveður í Dýrafirði í gær. Myndir frá grímutöltinu er að finna bæði á heimasíðu Storms og Facebook.