25.03.2012 - 23:02 | JÓH
Undirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi
Undirbúningur fyrir árshátíð grunnskólans á Þingeyri er nú í fullum gangi en hún verður haldin þann 29. mars í Félagsheimilinu. Fyrirkomulag hátíðarinnar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en fyrri sýning hátíðarinnar fer fram kl. 10 um morguninn. Þá munu meðal annars börn í leikskólanum Laufási stíga á svið. Seinni sýningin hefst kl. 19:30 en alls verða fimm leikrit sett á svið, þar af eitt frumsamið. Sýningin tekur um það bil tvær klukkustundur og er aðgangseyrir 600 kr. fyrir 16 ára og eldri. Frá þessu er sagt á vef Grunnskólans.