A A A
17.01.2018 - 21:28 | Vestfirska forlagið,Menntaskólinn á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

FJARNÁM MÍ - MÖGULEIKAR Á AUKNU NÁMSFRAMBOÐI

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
« 1 af 2 »
Vaxandi þáttur í starfsemi Menntaskólans á Ísafirði er fjarnám.

Um og yfir 100 nemendur stunda nú fjarnám við skólann auk þess sem margir nemendur MÍ eru í fjarnámi við aðra skóla. MÍ tekur þátt í samstarfi um fjarnám í gegnum 
Fjarmenntaskólann.

Fjarmenntaskólinn er samstarfsvettvangur 13 framhaldsskóla á landsbygðinni og er markmið samstarfsins að auka framboð náms á framahaldsskólastigi á starfssvæði skólanna og á landinu öllu. Þetta samstarf gerir það að verkum að nemendum í MÍ býðst að stunda fjarnám í stökum áföngum í einhverjum af samstarfsskólanum sér að kostnaðarlausu. Með þessu móti hefur skólanum tekist að auka við námsframboð sitt.




« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30