Dýrfirðingar á Bryggjuhátíð á Stokkseyri
Stokkseyringar og gestir þeirra halda sína níundu bryggjuhátíð nú um helgina. Fjöldi fólks var á Stokkseyrarbryggju í fyrrakvöld þegar hátíðin var sett í góðu veðri
Í gær var barnaskemmtun og síðan skrúðganga hverfanna og í kjölfarið var m.a. keppt í gleðibolta.
Um kvöld léku RetRoBot og fleiri unglingahljómsveitir á Bryggjusviðinu milli 20 og 22 og á sama tíma var harmonikkudansleikur í Íþróttahúsinu. Hljómsveitin Buff lék síðan á Bryggjusviðinu til miðnættis. Þá var ball á Draugabarnum með feðgunum Labba og Bassa á Selfossi.
Í dag er m.a. töfrasýning, sandkastalakeppni og söguferð um Stokkseyri með Siggeiri Ingólfssyni, formanni Stokkseyringafélagsins í Reykjavík en hann býr á Eyrarbakka.
Dýrfirðingar voru á svæðinu og náðust nokkrir þeirra á mynd.