A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
« 1 af 2 »

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út bókin Þrautaverkefni fjölskyldunnar, jólahefti, eftir Björk Gunnarsdóttur kennara frá Bolungarvík. Hér er um að ræða allskonar þrautir, gátur, krossgátur, völundarhús og sjónhverfingar svo eitthvað sé nefnt.

Gömlu góðu gáturnar svo sem eins og Hvað hét hundur karls,  Hver er sá veggur, Hvað er það sem hoppar og skoppar, svo dæmi séu nefnd og allir lærðu í gamla daga, eru hér rifjaðar upp. Mikið er um þroskandi hugleiðingar eins og þessa: “ Hvað eiga þeir sameiginlegt sem stíga í vænginn við einhvern, gera hosur sínar grænar, ganga með grasið í skónum, eru á biðilsbuxum?”

Þrautaverkefnin hennar Bjarkar eru vissulega mjög hjálpleg við að brúa kynslóðabilið, ef það er fyrir hendi. Þau eru þroskandi fyrir alla aldurshópa og mátulega erfið að glíma við.

Ákveðið var á síðustu stundu aðgefa þessa bók út sem nokkurskonar leynivopnVestfirska forlagsins í jólabókaflóðinu og láta á það reyna hvort þörf væri fyrir slíkt efni á markaðnum. Reynslan sýnir að svo virðist sannarlega vera.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31